Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leyfilegur þéttleiki í alifuglaeldi til endurskoðunar
Fréttir 5. júní 2014

Leyfilegur þéttleiki í alifuglaeldi til endurskoðunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýjar reglugerðir um velferð dýra eru nú í vinnslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Rebekka Hilmarsdóttir lög­fræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að með gildistöku nýrra laga um velferð dýra um síðustu áramót hafi verið ljóst að uppfæra þurfti reglugerðir um aðbúnað og velferð dýra. „Ráðuneytið skipaði því sjö starfshópa til að vinna tillögur til ráðuneytisins, en ásamt alifuglum er um að ræða tillögur að reglugerðum um velferð hrossa, svína, minka, sauðfjár, geitfjár, nautgripa og gæludýra,“ segir Rebekka. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum Matvælastofnunar, Dýra­verndar­sambands Íslands og Félögum eggja- og kjúklingabænda.

Kastljósinu hefur að mestu verið beint að drögunum að reglugerð um velferð alifugla á undanförnum vikum, enda hefur greinin á stundum legið undir ámælum fyrir að þar sé upp til hópa stundaður verksmiðjubúskapur. Athygli hefur vakið, að í drögum að nýrri reglugerð um velferð alifugla sem send var til umsagnar 6. maí síðastliðinn – og sett verður í ljósi nýrra laga um velferð dýra – er gert ráð fyrir heimild fyrir enn þéttbærari alifuglaeldi en tíðkast hefur hingað til. Var þeim drögum harðlega mótmælt meðal annars af hálfu Dýraverndarsambandi Íslands og Velbú – samtökum um velferð búfjár. Settu samtökin til að mynda af stað undirskriftasöfnun þar sem þessum ákvæðum var mótmælt.

Ákvæði um þéttleika í alifuglaeldi verða endurrituð

Samkvæmt upplýsingum frá Rebekku misfórst hluti þess texta sem birtist í drögunum sem sneri að þéttleika alifugla. Munu þau ákvæði verða endurrituð og að svo búnu verða drögin að reglugerðinni send aftur til umsagna.

Drög reglu­gerðar­innar, sem nú hefur verið úrskurðuð úrelt, hafa verið til umsagnar hjá hagsmunaaðilum og lauk umsagnafresti 4. júní síðastliðinn. Umsagnaraðilar eru Bændasamtök Íslands, Matvæla­stofnun, Dýraverndarsamband Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Félag kjúklingabænda, Félag eggjaframleiðenda, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna, Neytendasamtökin og Velbú.

En reglugerðin tekur einnig til varphæna. Fyrirhuguð er breyting á núverandi aðbúnaðarreglugerð fyrir varphænur. Með nýrri reglugerð mun framleiðslu í hefðbundnum búrum vera hætt innan ákveðins aðlögunartíma. Að sögn Unnsteins Snorra Snorrasonar, ráðgjafa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í bútækni og aðbúnaði, standa framleiðendur frammi fyrir tveimur valkostum; annars vegar framleiðslukerfi með innréttuðum búrum og hins vegar lausagöngu.

„Í samanburði við hefðbundin búr eru innréttuð búr með meira rými á hvern grip og í hverju búri þurfa varphænur að hafa aðgang að hreiðri, setprikum, svæði með undirburði og búnaði sem tryggir eðlilegt slit á klóm. Í lausagöngu getur verið um að ræða framleiðslukerfi þar sem hænur eru á gólfi með aðgang að setprikum og hreiðrum og einnig framleiðslukerfi með innréttingum eða pöllum.

Að beiðni Félags eggjabænda höfum við hjá RML unnið að skýrslu þar sem áhrif nýrrar reglugerðar á kostnað við eggjaframleiðslu og fjárfestingarþörf er metin. Við erum að leggja lokahönd á skýrsluna þar sem við metum áhrif reglugerðarinnar á greinina. Ljóst er að auknar kröfur um aðbúnað varphæna munu hafa veruleg áhrif á framleiðendur. Bæði vegna þess að þörf er á umtalsverðri fjárfestingu í nýrri framleiðsluaðstöðu og einnig vegna þess að framleiðslukostnaður mun hækka. Búið er að innleiða sambærilegar reglur í löndunum í kringum okkur og þar er talað um að framleiðslukostnaður hafi aukist um 15–25%. Sú skýring er einkum vegna aukins byggingarkostnaðar en ekki síður vegna lakari fóðurnýtingar, minni afurða og aukins vinnuframlags,“ segir Unnsteinn. 

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...