Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leyfilegur þéttleiki í alifuglaeldi til endurskoðunar
Fréttir 5. júní 2014

Leyfilegur þéttleiki í alifuglaeldi til endurskoðunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýjar reglugerðir um velferð dýra eru nú í vinnslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Rebekka Hilmarsdóttir lög­fræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að með gildistöku nýrra laga um velferð dýra um síðustu áramót hafi verið ljóst að uppfæra þurfti reglugerðir um aðbúnað og velferð dýra. „Ráðuneytið skipaði því sjö starfshópa til að vinna tillögur til ráðuneytisins, en ásamt alifuglum er um að ræða tillögur að reglugerðum um velferð hrossa, svína, minka, sauðfjár, geitfjár, nautgripa og gæludýra,“ segir Rebekka. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum Matvælastofnunar, Dýra­verndar­sambands Íslands og Félögum eggja- og kjúklingabænda.

Kastljósinu hefur að mestu verið beint að drögunum að reglugerð um velferð alifugla á undanförnum vikum, enda hefur greinin á stundum legið undir ámælum fyrir að þar sé upp til hópa stundaður verksmiðjubúskapur. Athygli hefur vakið, að í drögum að nýrri reglugerð um velferð alifugla sem send var til umsagnar 6. maí síðastliðinn – og sett verður í ljósi nýrra laga um velferð dýra – er gert ráð fyrir heimild fyrir enn þéttbærari alifuglaeldi en tíðkast hefur hingað til. Var þeim drögum harðlega mótmælt meðal annars af hálfu Dýraverndarsambandi Íslands og Velbú – samtökum um velferð búfjár. Settu samtökin til að mynda af stað undirskriftasöfnun þar sem þessum ákvæðum var mótmælt.

Ákvæði um þéttleika í alifuglaeldi verða endurrituð

Samkvæmt upplýsingum frá Rebekku misfórst hluti þess texta sem birtist í drögunum sem sneri að þéttleika alifugla. Munu þau ákvæði verða endurrituð og að svo búnu verða drögin að reglugerðinni send aftur til umsagna.

Drög reglu­gerðar­innar, sem nú hefur verið úrskurðuð úrelt, hafa verið til umsagnar hjá hagsmunaaðilum og lauk umsagnafresti 4. júní síðastliðinn. Umsagnaraðilar eru Bændasamtök Íslands, Matvæla­stofnun, Dýraverndarsamband Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Félag kjúklingabænda, Félag eggjaframleiðenda, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna, Neytendasamtökin og Velbú.

En reglugerðin tekur einnig til varphæna. Fyrirhuguð er breyting á núverandi aðbúnaðarreglugerð fyrir varphænur. Með nýrri reglugerð mun framleiðslu í hefðbundnum búrum vera hætt innan ákveðins aðlögunartíma. Að sögn Unnsteins Snorra Snorrasonar, ráðgjafa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í bútækni og aðbúnaði, standa framleiðendur frammi fyrir tveimur valkostum; annars vegar framleiðslukerfi með innréttuðum búrum og hins vegar lausagöngu.

„Í samanburði við hefðbundin búr eru innréttuð búr með meira rými á hvern grip og í hverju búri þurfa varphænur að hafa aðgang að hreiðri, setprikum, svæði með undirburði og búnaði sem tryggir eðlilegt slit á klóm. Í lausagöngu getur verið um að ræða framleiðslukerfi þar sem hænur eru á gólfi með aðgang að setprikum og hreiðrum og einnig framleiðslukerfi með innréttingum eða pöllum.

Að beiðni Félags eggjabænda höfum við hjá RML unnið að skýrslu þar sem áhrif nýrrar reglugerðar á kostnað við eggjaframleiðslu og fjárfestingarþörf er metin. Við erum að leggja lokahönd á skýrsluna þar sem við metum áhrif reglugerðarinnar á greinina. Ljóst er að auknar kröfur um aðbúnað varphæna munu hafa veruleg áhrif á framleiðendur. Bæði vegna þess að þörf er á umtalsverðri fjárfestingu í nýrri framleiðsluaðstöðu og einnig vegna þess að framleiðslukostnaður mun hækka. Búið er að innleiða sambærilegar reglur í löndunum í kringum okkur og þar er talað um að framleiðslukostnaður hafi aukist um 15–25%. Sú skýring er einkum vegna aukins byggingarkostnaðar en ekki síður vegna lakari fóðurnýtingar, minni afurða og aukins vinnuframlags,“ segir Unnsteinn. 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...