Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Mynd / Sorpa
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) hafi verið veitt leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum.

Stöðin hefur einnig leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum. Hráefni sem ætlað er fyrir stöðina skal vera sérflokkað á upprunastað og sett í söfnunarpoka áður en það fer í brúnar flokkunartunnur.

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög þar sem bann er lagt við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi, lífúrgangi. Leyfisveiting Matvælastofnunar kemur í kjölfar tíðinda af góðum árangri í sérsöfnun og flokkun á matarleifum á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að GAJA muni nú gegna lykilhlutverki í endurnýtingu næringarefna í matarleifum og stuðla þannig að hringrás þeirra.

Minnir Matvælastofnun á að endurvinnslan á næringarefnunum hefjist í eldhúsunum og mikilvægt sé að hráefnin séu flokkuð samviskusamlega og þess gætt að óleyfileg efni fari ekki með matarleifum í söfnunarpokana.

Í umfjöllun Sorpu um árangurinn á síðasta ári kemur fram að mælingar í GAJA sýni að hreinleiki í matarleifum árið 2023 hafi verið 98 prósent, sem sé gríðarlega góður árangur og til marks um að íbúar standi vel að flokkun matarleifa.

Skylt efni: GAJA

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...