Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Létt í spori
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 21. desember 2016

Létt í spori

Höfundur: Handverkskúnst
Þessa fallegu sokka er vinsælt að prjóna, norskt munstur sem kemur vel út í alls konar litasamsetningum. Drops Karisma garnið færðu hjá okkur og er það til í 42 litbrigðum. 
 
DROPS Design: Mynstur nr. u-782
Garnflokkur B
Stærð: 32/34 - 35/37 - 38/40 - 41/43 
Lengd fótar: 20 - 22 - 24 - 27 cm
Hæð á stroffi: ca 18 - 19 - 19 - 20 cm
DROPS KARISMA frá Garnstudio
100 g í allar stærðir nr 01, natur
50 g í allar stærðir nr 18, rauður  
 
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 23 l x 32 umf með mynstri verði 10 x 10 cm.
 
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – fyrir stroff.
 
MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.
 
HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 9-9-9-11 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. 
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til 9-9-9-11 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
 
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 8-8-8-10 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til 8-8-8-10 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. 
 
Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 8-8-10-10 l eru eftir á prjóni.
 
SOKKUR: 
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 52-52-56-68 l á sokkaprjóna nr 3 með natur. Prjónið 1 umf sl, haldið áfram með stroff (= 2 l br, 2 l sl). Þegar stroffið mælist 4-5-5-6 cm prjónið 1 umf sl JAFNFRAMT er fækkað um 4-4-8-4 l jafnt yfir = 48-48-48-64 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5.
Prjónið 1 umf slétt.
 
Prjónið nú A.1 (= 16 l) yfir allar l (= 3-3-3-4 sinnum hringinn).
 
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið eftir 12-12-13-15 l á prjóni, setjið næstu 24-24-22-34 l á band (= mitt ofan á rist) og haldið eftir síðustu 12-12-13-15 l á prjóni = 24-24-26-30 l á hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hæl-l með natur í 4½-5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTÖKU – sjá skýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 10-10-12-10 l með natur hvoru megin við hæl og 24-24-22-34 l af bandi eru settar til baka á prjóninn = 52-52-56-64 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 26-26-28-32 l ofan á fæti. Haldið áfram hringinn með natur JAFNFRAMT er fellt af á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan 26-26-28-32 l ofan á rist slétt saman og 2 fyrstu l á eftir 26-26-28-32 l ofan á rist snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4 sinnum = 44-44-48-56 l. Þegar stykkið mælist ca 16-18-20-22 cm frá prjónamerki á hæl (= ca 4-4-4-5 cm eftir) setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 22-22-24-28 l bæði ofan á rist og undir il. Haldið áfram hringinn með sléttprjón með natur yfir allar l.
 
JAFNFRAMT er fellt af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: 3 l á undan prjónamerki: 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l), 2 l snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 3-3-3-4 sinnum og síðan í hverri umf alls 6-6-7-7 sinnum = 8-8-8-12 l eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins.
 
 
 
Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...