Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leitar mynda sem tengjast jarðyrkju
Fréttir 22. maí 2014

Leitar mynda sem tengjast jarðyrkju

Höfundur: Margrét Þóra Þórdóttir

Búnaðarsögusafn Eyjafjarðar, Búsaga, hefur tvö undanfarin ár gefið út vönduð dagatöl með myndum og efni sem snertir búskap og búskaparhætti. Jafnframt hefur félagið staðið fyrir sýningum á fornvélum og tækjum, m.a. í tengslum við Handverkshátíðina á Hrafnagili.

Sigurður Steingrímsson formaður félagsins segir að nú sé unnið að undirbúningi útgáfu á dagatali fyrir árið 2015 en þema þess verður jarðyrkja, sem jafnframt verður í öndvegi á sýningu félagsins á Handverkshátíð á Hrafnagili á komandi sumri. Nefnd hefur verið skipuð til að vinna að útgáfunni og leitar hún nú til almennings um aðstoð við efnisöflun, fyrst og fremst myndefnis. Myndirnar þurfa að tengjast þema útgáfunnar og sýna fólk, vélar og tæki við jarðvinnslu s.s. skurðgröft, plægingu, herfingu, tætingu, völtun, áburðardreifingu o.fl. „Við leitum ekki síst að myndum frá eldri tíma en myndir sem sýna nýjustu tækni við þessi störf eru einnig vel þegnar en þeirra er væntanlega auðveldara að afla en þeirra eldri,“ segir Sigurður og biður fólk um að líta í hirslur sínar og kanna hvort þar geti leynst forvitnilegar myndir sem hæfa þema næsta dagatals.

Víða enn að finna gömul tæki

Þá bendir hann á að væntanlega sé enn víða að finna gömul tæki sem tengjast jarðvinnslu með ýmsum hætti, hestaverkfæri (plóga, herfi) og minni áhöld. Steypta valtara, sem sumir virðast hafa verið heimasmíðaðir og fleira í þeim dúr. „Þessi verkfæri vildum við gjarna fá að mynda og hafi einhverjir áhuga á að afhenda þau félaginu til varðveislu yrði því tekið með þökkum. Sögur eða frásagnir sem tengjast notkun umræddra tækja og verkfæra væru einnig vel þegnar.“


Í nefnd vegna útgáfunnar eru þau Ásdís Ívarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Gunnar Jónsson, Leifur Guðmundsson og Valdimar Gunnarsson og er þeim sem telja sig hafa myndir við hæfi í dagatalið bent á að hafa samband við eitthvert þeirra.

Félagið hefur aðstöðu í Saurbæ

Félagar í Búsögu, búnaðarsögusafni Eyjafjarðar eru um 80 talsins en félagið var stofnað í mars árið 2011 og byggði stofnun þess á eldra samstarfi um söfnun dráttarvéla. Hlutverk félagsins er að hafa frumkvæði að stofnun búvélar- og búnaðarsögusafns í Eyjafirði og koma að rekstri þess.

Félagið hefur fengið að nýta húsakynni í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit, sem eru í eigu ríkisins, sem geymslu fyrir vélar og búnað. Þar er nú varðveittur töluvert yfirgripsmikið safn af búvélum. Sú aðstaða var tímabundin en nú hefur Eyjafjarðarsveit fengið heimild hjá ríkinu til að nýta aðstöðu í Saurbæ til safnastarfs og er unnið að stefnumótun fyrir svæðið með þátttöku Búsögu.

„Eitt af fyrstu verkefnum félagsins hefur verið að tryggja sem best að hlutum sem tengjast búnaðarsögu verði ekki fargað og til verði öflugur grunnur af vélum, búnaði og sögu sem nýta megi til sýninga. Félagsmenn hafa um árabil safnað saman töluverðum fjölda af gömlum dráttarvélum og ýmsum öðrum landbúnaðartækjum, vélum og búnaði. Margir félagsmenn hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í varðveislu og uppgerð véla og tækja sem öll er án endurgjalds,“ segir Sigurður.

Heimasíða í smíðum

Unnið er að undirbúning að gerð heimasíðu fyrir Búsögu, en þar er ætlunin að sögn Sigurðar að kynna starfið og safngripi á vegum félagsins og félagsmanna. Áhugi er fyrir því að safna sögulegum upplýsingum af ýmsum toga, upplýsingum sem varða vélvæðingu landbúnaðarins. Eitt sem þar er staldrað við er söfnun ljósmynda frá fyrri tíð og hefur um það verkefni tekist samvinna við Minjasafnið á Akureyri. Í framtíðinni verður búinn til gagnagrunnur með upplýsingum um gamlar búvélar og tæki hjá bændum á Eyjafjarðarsvæðinu. Með slíkri skráningu verður mun auðveldara að setja upp sýningar með tilteknar áherslur.

Gestir hafa verið ánægðir með sýningarnar

Búsaga hefur á undanförnum árum staðið fyrir sýningum á gömlum búvélum. Stærstu sýningarnar hafa verið á hinni árlegu Handverkshátíð á Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit, en einnig hafa vélar verið sýndar í Sólagarði, á Melgerðismelum og í desember sl. voru nokkrar gamlar dráttarvélar sýndar í verslunarmiðstöðinni á Glerártorgi á Akureyri.

„Gestir er að jafnaði mjög ánægðir með sýningarnar og allmargir hitta þar aftur gamla og góða dráttarvél eða dráttarvélar sömu gerðar og þeir höfðu „hjassast“ á sem vinnumenn í sveit fyrir áratugum síðan,“ segir Sigurður.
Á sýningunni á Hrafnagili sl. sumar var þemað þróun og vélvæðingu í heyskap á síðustu öld. Þá voru ekki einungis sýndar dráttarvélar, heldur einnig gömul heyvinnutæki, allt frá vélum sem dregnar voru af hestum til heyvinnuvéla sem nýttar voru fram á 9. áratuginn og eru jafn vel í notkun enn í dag. Þemað á sýningunni á Hrafnagili í sumar verðu tengt jarðvinnslu og jarðrækt.

5 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...