Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Leikskólagallinn grallari
Hannyrðahornið 12. október 2015

Leikskólagallinn grallari

Höfundur: Guðrún María Guðmundsdóttir
Garnið í þennan fallega galla er 100% Merino Ull sem stingur ekki, mjúk og góð að vera í. Fæst í verslun okkar Handverkskúnst, á Nýbýlavegi 32, Kópavogi og í netversluninni www.garn.is. 
 
Stærðir:
Uppskrift fyrir 1 árs birtist hér, aðrar stærðir fást hjá Handverkskúnst (www.garn.is)
 
Garn: Kartopu Merino Ull fæst hjá Handverkskúnst í 14 litum
Litur A: kme435 – 3 dokkur
Litur B: kme409 – 1 dokka
Litur C: kme892 – 1 dokka
 
Prjónar: hringprjónn 40-60 sm nr 5,5 og sokkaprjónar nr 5 og 5,5 eða sú prjónastærð sem þarf til að fá 18 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 5,5.
 
Aðferð: 
Skálmar eru prjónaðar fyrst og síðan sameinaðar á hringprjón og bolur prjónaður í hring. Ermar prjónaðar og sameinaðar búk. Berustykki prjónað og síðast hettan sem er prjónuð fram og til baka.
Einnig hægt að prjóna búkinn og berustykki fram og til baka ef þú vilt losna við að klippa gallann upp eftir á.
 
Styttar umferðir: Nauðsynlegt er að vefja garninu um lykkjuna sem er næst á eftir áður en snúið er við til að forðast að gat myndist. Setjið bandið fram fyrir prjóninn, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, vefðu garninu um lykkjuna með því að færa það aftur fyrir og færðu lykkjuna aftur yfir á vinstri prjón. Endurtakið þetta í hverjum viðsnúningi.
 
Útskýringar:
S = prjónið slétt
B = prjónið brugðið
L = lykkja/ur
Umf = umferð
PM = prjónamerki
 
Skálmar: Fijið upp á prjóna nr 5 með lit A 30L og prjónið storff 1S, 1B, 12 umferðir, aukið út um 10L jafnt yfir í síðustu umf. Skiptið yfir á prjóna nr 5,5 og prjóna munstur 1. Prjónið áfram slétt í hring með lit A og aukið út um 1L sitthvoru megin við upphaf og endi umferðar í 5. hverri umf þar til 56L eru á prjóninum. Prjónið áfram slétt þar til skámin mælist 28 sm. Geymið stykkið og prjónið hina skámina eins.
Sameinið skálmar á hringprjón = 112 lykkjur, setjið prjónamerki við samskeyti þar sem skálmarnar mætast. Tengið í hring og prjónið 3 umferðir slétt. Prjónið nú *1L slétt, prjónið 2L slétt saman, prjónið slétt þar til 3L eru að PM, takið 1L óprjónaða, prjónið 1L slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 2L slétt, prjónið 2L slétt saman, prjónið slétt þar til 3L eru eftir af umferðinni, takið 1L óprjónaða, prjónið 1L slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 1L slétt. Prjónið 2 umferðir slétt. Endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar = 92 lykkjur. Prjónið 1 umf slétt og fitjið upp 2L í enda umferðar = fyrsta og síðasta lykkja í umferð. Þessar lykkjur eru alltaf prjónaðar brugðið og teljast ekki með í munstri. Staðsetjið nú PM í hliðum gallans; prjónið 1B, 23L slétt, setjð PM, 46L slétt, setjið PM, 23L slétt, 1B. Prjónið áfram slétt prjón þar til gallinn mælist 14 sm frá klofi. Hér er komið að styttum umferðum á bakhluta (sjá útskýringu að ofan); prjónið þar til 1L er að seinna PM, snúið við og prjónið brugðið til baka þar til 1L er að PM, snúið við og prjónið þar til 4L eru að síðasta viðsnúningi. Snúið við og prjónið brugðið þar til 4L eru að síðasta viðsnúningi. Haldið svona áfram þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar. Prjónið nú 1 umferð slétt en þegar kemur að lykkjum sem hafa bandið vafið um sig, prjónið þá vafninginn og lykkjuna slétt saman. Prjónið nú stroff á bakstykki gallans; prjónið 1B, 23L slétt, 46L stroff (1S, 1B), 23L slétt, 1B. Prjónið 8 umferðir stroff á baki og síðan slétt yfir allar lykkjur þar til bolurinn mælist 50 sm mælt frá byjun skálmar að framan. Prjónið: 1B, 19 lykkjur slétt (hægra framstykki), setjið 8L á þráð/nælu, 38L slétt (bakstykki), 8L á þráð/nælu, 19L slétt (vinstra framstykki), 1B. Geymið stykkið og prjónið ermar.
 
Ermar: Fijið upp á prjóna nr 5 með lit A 28L, prjónið stroff eins og á skálmum og aukið út um 6L jafnt yfir í síðustu umferð. Skiptið yfir á prjóna nr 5,5, prjónið munstur 1. Prjónið áfram slétt með lit A og aukið út undir miðri ermi um 2L í 6. hverri umferð þar til á prjóninum eru 42L. Prjónið þar til ermi mælist 23 sm setja 8L undir miðri ermi á þráð/nælu. Geymið ermina og prjónið aðra ermi eins.
 
Berustykki: Sameinið ermar og bol þannig á prjón nr 5,5: 1B, 19L (hægra framstykki), 34L (fyrri ermi), 38L bakstykki, 34L (seinni ermi), 19L (vinstra framstykki), 1B = 144L + 2 brugðnu lykkjurnar að framan Prjónið áfram eftir munstri 2 en fækkið um 1L á bakstykki í fyrstu umferð =143 lykkjur + 2B. Þegar munstri lýkur eru á prjóninum 60L + 2B. Prjónið 2 umf slétt og fækkið um 5L jafnt yfir umferðina = 55L + 2B. Skiptið yfir á prjóna nr 5 og prjónið stroff 1B, 1S fram og til baka, 6 umferðir.
 
Hetta:
Skiptið yfir á prjóna nr 5,5 og aukið út um 12L í fyrstu umferð = 69L. Prjónið slétt fram og til baka (prjónið fyrstu og síðustu lykkju alltaf slétt) þar til hettan mælist 24 sm með stroffi í hálsmáli, prjónið þá munstur 1. Fellið af með þremur prjónum eða lykkið saman.
 
Frágangur:
Saumið með þéttu spori í vél meðfram brugðnu lykkjunum, Klippuð upp og heklið kant með fastapinnum, byrjið neðst og farið upp meðfram hettunni, 2 umferðir. Í seinni umferð þarf að gera ráð fyrir hnappagötum með reglulegu millibili, 6 hnappagöt. Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum.
 
Prjónakveðja,
Guðrún María Guðmundsdóttir

5 myndir:

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...