Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku
Fréttir 25. september 2014

Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands kemur fram að í Bændablaðinu í dag hafi upplýsingar um verð fyrir heimtöku birst, sem ekki séu lengur í gildi.

Réttar upplýsingar sé að finna í nýútkomnu fréttabréfi SS.

Þar kemur meðal annars fram um verðlagningu heimtöku kindakjöts :

"Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun verður 2950 kr/stk fyrir dilka og 3090 kr/stk fyrir fullorðið. Fínsögun kostar aukalega 690 kr/stk. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 695 kr/stk. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti.

Fyrir sama gjald er boðið upp á frystingu á dilkakjöti en þá er ekki hægt að afhenda kjöt frá völdum býlum heldur er selt kjöt af sama gæðaflokki og beðið er um og getur verið frá einhverjum öðrum. Frosið kjöt sem er selt sem heimtaka er afhent eftir innlegg eins og önnur heimtaka.

Heimtaka er slátrun fyrir bændur á lægra verði en almennt er boðið og ber ekki fullan kostnað. Þessi slátrun er takmörkuð við eðlilega heimanotkun og eðlilega heimasölu bænda. Stórfelld heimtaka til endursölu inn á markað kjötvinnsla, verslana eða mötuneyta fellur ekki undir þetta og verður verðlögð sem verktakaslátrun á hærra verði.

Vsk bætist við allar ofangreindar tölur."
 

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...