Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku
Fréttir 25. september 2014

Leiðrétting frá Sláturfélagi Suðurlands vegna heimtöku

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Sláturfélagi Suðurlands kemur fram að í Bændablaðinu í dag hafi upplýsingar um verð fyrir heimtöku birst, sem ekki séu lengur í gildi.

Réttar upplýsingar sé að finna í nýútkomnu fréttabréfi SS.

Þar kemur meðal annars fram um verðlagningu heimtöku kindakjöts :

"Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun verður 2950 kr/stk fyrir dilka og 3090 kr/stk fyrir fullorðið. Fínsögun kostar aukalega 690 kr/stk. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 695 kr/stk. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti.

Fyrir sama gjald er boðið upp á frystingu á dilkakjöti en þá er ekki hægt að afhenda kjöt frá völdum býlum heldur er selt kjöt af sama gæðaflokki og beðið er um og getur verið frá einhverjum öðrum. Frosið kjöt sem er selt sem heimtaka er afhent eftir innlegg eins og önnur heimtaka.

Heimtaka er slátrun fyrir bændur á lægra verði en almennt er boðið og ber ekki fullan kostnað. Þessi slátrun er takmörkuð við eðlilega heimanotkun og eðlilega heimasölu bænda. Stórfelld heimtaka til endursölu inn á markað kjötvinnsla, verslana eða mötuneyta fellur ekki undir þetta og verður verðlögð sem verktakaslátrun á hærra verði.

Vsk bætist við allar ofangreindar tölur."
 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...