Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Laus kragi í stað trefils
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 30. janúar 2017

Laus kragi í stað trefils

Höfundur: Handverkskúnst
Með þennan hálskraga verður börnunum ekki kalt í vetur, þeir eru mjög góðir fyrir börn í stað trefils í kuldanum. 
 
Ég prjónaði þessa kraga á barnabörnin mín og þeir hittu vel í mark og eru mikið notaðir. 
 
Stærðir:  
6-12 mán. (2-4 ára) 6-8 ára.
Garn: Drops Baby Merino, 50 (50) 100 gr. 
Prjónar: 40 sm hringprjónn nr. 2,5-3
 
Tvöfalt perluprjón:
 
umf. 1: prjónið *1 lykkja sl. og 1 lykkja br.* endurtakið *-* út umf
umf. 2: prjónið  br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
umf. 3: prjónið *1 lykkja br. og 1 lykkja sl.* endurtakið *-* út umf.
umf. 4: prjónið br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
 
Endurtakið umf. 1-4 upp stykkið
 
Fitjið upp á hringprjón nr. 2,5-3, 48 (56) 60 lykkjur og prjónið fram og til baka tvöfalt perluprjón þar til stykkið mælist 10 (10) 12 sm, leggið til hliðar og prjónið annað stykki eins þar til það er 12 (13) 15 sm. (ég hef bakstykkið aðeins síðara svo það kippist ekki upp þó svo barnið horfi niður).
Sameinið stykkin á hringprjónin = 96 (112) 120 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú í hring, 2 umf slétt og síðan stroff 2 sl. og 2 br. þar til stroffið mælist 10 (12) 14 sm.  
Fellið laust af með sl og br lykkjum. 
Gangið frá endum. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...