Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Laus kragi í stað trefils
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 30. janúar 2017

Laus kragi í stað trefils

Höfundur: Handverkskúnst
Með þennan hálskraga verður börnunum ekki kalt í vetur, þeir eru mjög góðir fyrir börn í stað trefils í kuldanum. 
 
Ég prjónaði þessa kraga á barnabörnin mín og þeir hittu vel í mark og eru mikið notaðir. 
 
Stærðir:  
6-12 mán. (2-4 ára) 6-8 ára.
Garn: Drops Baby Merino, 50 (50) 100 gr. 
Prjónar: 40 sm hringprjónn nr. 2,5-3
 
Tvöfalt perluprjón:
 
umf. 1: prjónið *1 lykkja sl. og 1 lykkja br.* endurtakið *-* út umf
umf. 2: prjónið  br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
umf. 3: prjónið *1 lykkja br. og 1 lykkja sl.* endurtakið *-* út umf.
umf. 4: prjónið br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
 
Endurtakið umf. 1-4 upp stykkið
 
Fitjið upp á hringprjón nr. 2,5-3, 48 (56) 60 lykkjur og prjónið fram og til baka tvöfalt perluprjón þar til stykkið mælist 10 (10) 12 sm, leggið til hliðar og prjónið annað stykki eins þar til það er 12 (13) 15 sm. (ég hef bakstykkið aðeins síðara svo það kippist ekki upp þó svo barnið horfi niður).
Sameinið stykkin á hringprjónin = 96 (112) 120 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú í hring, 2 umf slétt og síðan stroff 2 sl. og 2 br. þar til stroffið mælist 10 (12) 14 sm.  
Fellið laust af með sl og br lykkjum. 
Gangið frá endum. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...