Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Laus kragi í stað trefils
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 30. janúar 2017

Laus kragi í stað trefils

Höfundur: Handverkskúnst
Með þennan hálskraga verður börnunum ekki kalt í vetur, þeir eru mjög góðir fyrir börn í stað trefils í kuldanum. 
 
Ég prjónaði þessa kraga á barnabörnin mín og þeir hittu vel í mark og eru mikið notaðir. 
 
Stærðir:  
6-12 mán. (2-4 ára) 6-8 ára.
Garn: Drops Baby Merino, 50 (50) 100 gr. 
Prjónar: 40 sm hringprjónn nr. 2,5-3
 
Tvöfalt perluprjón:
 
umf. 1: prjónið *1 lykkja sl. og 1 lykkja br.* endurtakið *-* út umf
umf. 2: prjónið  br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
umf. 3: prjónið *1 lykkja br. og 1 lykkja sl.* endurtakið *-* út umf.
umf. 4: prjónið br yfir sl lykkjur og sl yfir br lykkjur
 
Endurtakið umf. 1-4 upp stykkið
 
Fitjið upp á hringprjón nr. 2,5-3, 48 (56) 60 lykkjur og prjónið fram og til baka tvöfalt perluprjón þar til stykkið mælist 10 (10) 12 sm, leggið til hliðar og prjónið annað stykki eins þar til það er 12 (13) 15 sm. (ég hef bakstykkið aðeins síðara svo það kippist ekki upp þó svo barnið horfi niður).
Sameinið stykkin á hringprjónin = 96 (112) 120 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú í hring, 2 umf slétt og síðan stroff 2 sl. og 2 br. þar til stroffið mælist 10 (12) 14 sm.  
Fellið laust af með sl og br lykkjum. 
Gangið frá endum. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...