Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úrsliti í A-flokki verða nú á laugardagskvöldinu en hingað til hafa þau verið endapunkturinn á mótinu á sunnudegi.
Úrsliti í A-flokki verða nú á laugardagskvöldinu en hingað til hafa þau verið endapunkturinn á mótinu á sunnudegi.
Mynd / HKr.
Fréttir 24. júní 2014

Laugardagskvöldið á Landsmóti verður veisla

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Nú styttist í mánaðamótin þegar Landsmót hestamanna á Hellu verður sett. Hestamenn eru orðnir uppveðraðir yfir þessari hátíð sem að jafnaði er haldin annað hvert ár. Síðast landsmót var haldið í Reykjavík fyrir tveimur árum við misjafnar undirtektir en nú fer það eins og áður segir fram á Hellu í fimmta sinn en það var síðast haldið þar árið 2008.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu móti en það er spurning hversu fjölmennt það verði. Við erum að vonast til þess að þarna verði að lágmarki 10.000 manns. Það er hins vegar ómögulegt að spá í hvernig það mun verða því veðrið ræður svo miklu í þessum efnum, sem og stemmingin sem myndast. Ef það fer saman, gott veður og góð stemming, þá getum við endað í góðri aðsókn og það vonum við auðvitað“, segir Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga.

A-úrslit færð fram á laugardagskvöld

Spurður hvort hann haldi að eitthvað sérstakt muni einkenna landsmót nú nefnir Haraldur mikinn fjölda hrossa í kynbótasýningu. „Mér sýnist að það sé að koma mikill fjöldi kynbótahrossa til endurdóms. Það er hugsanlega vísbending um að það sé slök sala á hrossum núna og menn séu að koma með hross í dóm til að hækka þau og gera söluvænlegri. Þá sýnist mér að það verði óhemju spenna í kringum A-flokkinn í ár. Það eru komnir inn feikilega sterkir hestar í þann flokk núna. Við erum líka búin að færa úrslitin í A-flokki á laugardagskvöldið, þetta hefur yfirleitt verið endapunkturinn á mótinu á sunnudegi, en nú verður þetta hápunktur laugardagskvöldsins ásamt töltkeppninni. Ég held að það megi bara enginn missa af þessu. Þetta verður algjör veisla.“

Aðspurður segir Haraldur að hann hafi þó ekki áhyggjur af því að minni stemming verði á lokadegi landsmóts þrátt fyrir að búið sé að færa úrslit í A-flokki. „Ég held að þegar menn verði komnir á mótið muni þeir horfa á úrslit í B-flokki líka. Sá flokkur hefur verið mjög sterkur undanfarin mót og það er mikil eftirvænting eftir honum. Fjórgangshestar eru mjög vinsælir í sölu og það er mikil eftirspurn eftir þeim og ég held að það verði mjög mikil spenna varðandi þá keppni.“

Haraldur segist mjög spenntur, líkt og venjulega, fyrir því að fylgjast með ungu stóðhestunum. „Það er alltaf gaman að horfa á og spá í framfarirnar í greininni og það er ekki síst greinanlegt í þessum flokkum.“

Viljum sjá sem frjálsasta hesta

Eins og þekkt er tók stjórn Landssambands hestamannafélaga ákvörðun um að banna notkun tungubogaméla með vogarafli í keppnum á vegum sambandsins. Haraldur segir að hann eigi ekki von á að það bann muni hafa áhrif á frammistöðu á mótinu. „Ef eitthvað er þá eigum við bara eftir að sjá betri eðlisgæðinga á mótinu. Þeir hestar sem við munum sjá ná árangri þarna eru bara virkilegir gæðingar. Við höfum kennt íslenska hestinn við frjálst fas og fleira og við ættum bara að vilja sjá hestana með sem frjálsastan búnað en ekki búnað sem er notaður til að þvinga fram óeðlilegan fótaburð og höfuðburð.“

Ánægja með beinar útsendingar

Samningar um beinar útsendingar frá mótinu náðust við Ríkisútvarpið og fagnar Haraldur því. „Það hafa verið skiptar skoðanir um hvort við eigum að senda út frá þessum mótum en ég er sannfærður um að svo sé. Þeir sem geta mætt, þeir mæta. Þeir sem ekki geta komist á svæðið af einhverjum ástæðum geta þá notið þess að horfa á í sjónvarpinu. Ég held að partur af því að efla hestamennskuna hljóti að felast í því að auka aðgengi að henni með sem mestum hætti.“

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...