Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Mynd / Magnús Karel
Fréttir 8. janúar 2018

Laugabúð 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Því var fagnað 4. desember sl. að þá voru 100 ár liðin frá því að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka. Hann rak  verslun sína í 76 ár, eða  frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. 
 
Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags, eða í 74 ár. 
 
„Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði,“ segir Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka sem rekur nú verslunina sem ferðamannaverslun  yfir sumartímann.  Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr. 

Skylt efni: verslun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...