Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landsmót sett
Mynd / HKr.
Fréttir 4. júlí 2014

Landsmót sett

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Setningarathöfn Landsmóts hestamanna fór fram í gærkvöldi á Gaddstaðaflötum að viðstöddum um 5.000 gestum. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra setti mótið. Veður hefur verið ansi rysjótt á mótinu en við setninguna í gær var það með skaplegasta móti. Um 300 fulltrúar hestamannafélaganna í landinu tóku þátt í hópreið við setninguna.

Þrátt fyrir leiðindaveður hefur góður árangur náðst á mótinu. Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum settu þannig heimsmet í 250 metra skeiði á tímanum 21,76 sekúndum. Í 150 metra skeiðinu slógu Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli Íslandsmetið en vegalengdina fóru þeir á 13,77 sekúndum. Þá fékk Spuni frá Vesturkoti fádæma einkunn í A-flokki gæðinga og er langefstur inn í úrslitin með einkunina 9,08. Þá fékk Hamingja frá Hellubæ heimsmetsdóm í flokki fjögurra vetra hryssa á mótinu, 8,54 í aðaleinkunn.

18 myndir:

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...