Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri HeyIceland
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri HeyIceland
Mynd / TB
Fréttir 30. júlí 2018

Landslagið er síbreytilegt

Höfundur: Bjarni Rúnars
Uppgangur ferðaþjónustu hér á landi hefur vart farið framhjá nokkrum manni. Víða má sjá framkvæmdir sem oftar en ekki tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti. Hótel spretta upp og boðið er upp á alls kyns afþreyingu á ólíklegustu stöðum.
 
Breytt bókunarmynstur
 
Margt bendir til þess að nú sé að hægja á þeirri miklu fjölgun ferðamanna sem verið hefur síðustu ár hér á landi. Breytingar eiga sér stað í bókunarmynstri ferðamanna, að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Hey Iceland. Hann segir að breytingar séu í loftinu og að hann finni fyrir kólnun meðal ferðaþjónustuaðila, sérstaklega á Evrópumörkuðum sem hafi verið sterkir í gegnum árin. Hann sjái 25–27% samdrátt í bókunum frá evrópskum ferðaskrifstofum frá fyrra ári.
 
Stóru hóparnir og einfararnir halda velli
 
Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt er staðan ekki afleit. Sævar segir að hjá Hey Iceland sé samdrátturinn ekki mikill í skipulögðum hópferðum, en talsvert mikill samdráttur hafi átt sér stað í ferðum þar sem erlendar ferðaskrifstofur ráði þau sem undirverktaka til að útvega gistingu og þjónustu fyrir ferðamenn. Þar sé greinilegasti samdrátturinn á Evrópumarkaði því stór hluti fólks sem þaðan komi hafi verið bókaður með þessum hætti. Hins vegar sé ágætur gangur í bókunum þar sem fólk er alfarið á eigin vegum, þ.e.a.s. ferðamenn sem bóka milliliðalaust hjá Hey Iceland. Slíkir viðskiptavinir séu eftirsóttir þar sem þeir skilja eftir sig mestu verðmætin. Óhætt sé að segja að þar sé árið í ár sambærilegt við árin 2014–2015. 
Gengið óhagstætt
 
Sterkt gengi krónunnar hefur haft mikið að segja gagnvart ferðaþjónustunni undanfarið og eins hafa launahækkanir og virðisaukaskattsbreytingar skilað sér inn í verðlag hér á landi, sem að mati Sævars hefur áhrif á kauphegðun fólks. Hann segir að erlendir bókunaraðilar taki sífellt stærri hluta af kökunni til sín sem minnki hag hérlendra aðila. Sævar segist hafa áhyggjur af því að stórum hlekk úr virðiskeðjunni sé kippt úr landi með hurðum og gluggum með þessum hætti. Það sé ekki minna áhyggjuefni en fækkun ferðamanna. Virðisaukaskattur sem lagður var á ferðaþjónustuaðila árið 2016 nái ekki til þessara dreifiaðila sem séu með sína starfsemi erlendis.  
 
Tækifæri í tækninni
 
Eins og málin blasa við í dag er bókunarfyrirkomulag með þeim hætti að það fer fram í gegnum erlendar bókunarvélar. Sævar sér fyrir sér að aðilar taki sig saman og komi á fót sameiginlegu bókunarkerfi meðal aðila ferðaþjónustunnar. Þannig sé hægt að einfalda alla ferla og auka verðmæti ferðamanna til mikilla muna. 
„Ferðaþjónustuaðilar eru nú farnir að taka niður bókanir fyrir komandi haust og vetur. Það er algengt að reynt sé að laða fólk að með alls kyns tilboðum á jaðartímum og ég veit dæmi um að hótelgisting sé boðin á 10–12 þúsund krónur pr. nótt. Ég býst við að slík tilboð verði algeng með haustinu. Það er til marks um þær breytingar sem eiga sér stað innan greinarinnar,“ segir Sævar en tekur fram að hann telji ekki að hrun sé í aðsigi í ferðaþjónustunni. 
 „Verðlag hér á landi er vissulega hátt sem ýtir sérstaklega ungu fólki til að nýta sér ódýrari gistikosti, eins og bílaleigubíla sem hægt er að gista í. En aðalatriðið er að fólk fái góða þjónustu og góða upplifun fyrir peninginn,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland.

 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...