Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landnotkun í heiminum
Fréttir 5. október 2017

Landnotkun í heiminum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar sendu nýlega frá sér skýrslu sem kallast Global Land Outlook og fjallar um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra út frá mörgum hliðum.

Í skýrslunni eru landgæði og landnotkun skoðuð út frá mörgum hliðum eins og fjölgun mannkyns, fólksflutningum, loftslagsbreytingum, líffræðilegum fjölbreytileika þéttbýlismyndun, átökum um fæðu, og orku- og vatnsbúskap.

Global Land Outlook er viðamikil skýrsla en í samantekt segir að álag á land sé mikið og að það eigi eftir að aukast. Samkeppni um land og landgæði er þegar mikið og fer harðnandi þegar kemur að framleiðslu á matvælum og nýtingu á orku og vatni og öðrum gæðum sem eru nauðsynleg til að viðhalda hringrás lífsins.

Bændablaðið mun á næstu vikum fjalla um einstaka þætti Global Land Outlook og birta útdrætti úr henni. Eftirfarandi texti er lausleg þýðing á lykilatriðum skýrslunnar.

Hnignun vistkerfa

Vistkerfi, hvort sem þau eru náttúruleg eða manngerð, eru á undanhaldi. Á tveimur síðustu áratugum hefur um 20% af grónu yfirborði jarðar sýnt merki um hnignun og minni framleiðslu vegna slælegrar stjórnunar í nýtingu á landi og vatni.

Líffræðilegur fjölbreytileiki á undanhaldi

Loftslagsbreytingar undanfarinna áratuga vegna aukins koltvísýrings í andrúmslofti hafa hafa letjandi áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Auk þess munu loftslagsbreytingar í auknum mæli í framtíðinni hafa áhrif á veðurfar, uppblástur og möguleika á nýtingu lands til fæðuframleiðslu og búsetu.

Umhverfisstreita og minna þolgæði

Hnignun landgæða mun auka varnarleysi fátækra í heiminum, sérstaklega kvenna og barna, og valda aukinni samkeppni um minnkandi náttúrugæði. Slíkt mun leiða til aukinna fólksflutninga, óstöðugleika og átaka.

Rúmlega milljarður í sjálfheldu

Meira en 1,3 milljarðar manna eru nú þegar bundin við ræktarland í hnignun. Bændur, sérstaklega á þurrkasvæðum, hafa takmarkaða getu til að framfleyta sér á annan hátt og eru oft og tíðum ekki hluti af stærri innviðum samfélaga eða áætlunum um efnahagslegar endurbætur.

Breytingar á lífsháttum

Breytingar síðustu áratuga á lífsháttum á landsbyggðinni hafa aldrei verið meiri. Milljónir manna um allan heim hafa yfirgefið heimaslóðirnar og land forfeðranna og flutt í þéttbýli. Þetta hefur iðulega haft í för með sér aukna fátækt, breytingar á landnotkun og að þekking innfæddra glatist.
Ósjálfbær fæðuframleiðsla

Óhagkvæm og ósjálfbær fæðuframleiðsla ógnar heilsufari jarðarbúa og hefur slæm áhrif á umhverfið. Mengun og misnotkun á landi vegna skammtíma gróða við fæðu­framleiðslu og fólksdreifingu tekur ekki á yfirstandandi vanda.

Matarsóun

Bilið milli framleiðslu og neyslu og síaukin matarsóun eykur enn á þörfina fyrir aukið land til fæðuframleiðslu og aukins skógar og landeyðingar. Slíkt á aðallega við í fátækari löndum heims þar sem helsta ástæða matarsóunar er skortur á viðeigandi geymslurými og takmarkaðir flutningar. Matarsóun hjá efnuðum þjóðum stafar aftur á móti af ofgnótt og óráðsíu neytenda.

Álag á smábændur

Landbúnaður í þeirri mynd sem hann er rekinn í dag miðar að ávinningi fárra á kostnað hinna mörgu. Smábændur eru undirstaða lífsviðurværis fólks í dreifðum byggðum um allan heim og hafa þeir verið grundvöllur fæðuframleiðslu um aldir alda. Í dag eru smábændur undir miklu álagi vegna hnignunar landgæða, deilna um umráðarétt yfir landi og aukinnar hnattvæðingar, vélvæðingar og einsleitni í fæðuframleiðslu.

Landhremmingar

Stórfelld uppkaup og ásælni hinna efnameiru og stórfyrirtækja í matvælaiðnaði í land hafa aukist gríðarlega síðustu áratugi. Í flestum tilfellum er um að ræða landhremmingar á ræktarland, land með vatnsréttindum eða greiðum samgöngum.

Ákvörðun einstaklinga

Samanlögð ákvarðanataka einstaklinga er drifkraftur ástandsins í heiminum í dag. Hvort sem við komum fram sem neytendur, framleiðendur, fyrirtæki eða stjórnvöld er ekki ásættanlegt að við lítum svo á að allt sé í góðu lagi. Umfang vandans er meiri en það.

Land er takmörkuð auðlind

Þrátt fyrir að land sé takmörkuð auðlind er með því að breyta núverandi notkun þess, neysluvenjum, betra skipulagi og sjálfbærni hægt að nýta það betur og tryggja langvarandi nýtingu þess til framleiðslu á margvíslegum lífsnauðsynjum.

Virðing fyrir takmörkunum

Í samantekt Global Land Outlook segir að hægt sé að grípa til upplýstra ráðstafana strax án þess að draga úr núverandi lífsgæðum eða væntingum til framtíðarinnar. Það sem aftur á móti þarf að gera er að nýta betur það sem við höfum á milli handanna og hætta óþarfa sóun í daglegu lífi og draga þannig úr álagi á landi.

Réttur, jafnrétti og ávinningur

Til þess að hægt sé að bregðast við núverandi ástandi og aðsteðjandi vanda er nauðsynlegt að auka réttindi og ávinning og byggja slíkt á ábyrgð samfélagsins. Vitneskja um réttinn til að nytja land þarf að vera tryggð og aukið jafnrétti kynjanna nauðsynlegt til þess að hægt sé að tryggja skynsamlega landnýtingu.

Innleiðing og markmið

Möguleikar okkar til innleiðingar verndunar, stjórnunar á nýtingu lands og vatns og endurheimt jarðargæða mun endanlega ákvarða hvernig til tekst við að koma á markmiðum um sjálfbæra nýtingu lands og landgæða.

Skynsamleg landnýting

Rétt nýting lands felur í sér að taka skynsamlegar áætlanir og rétta ákvarðanatöku, á réttum stöðum og í réttum hlutföllum. Fjölbreytt nýting á landi er skynsamlegri en einsleit ræktun eða eldi. Auk þess sem líta þarf til staðbundinna auðlinda og endurvinnslu til að draga úr sóun. Allt þetta þarf að vinna í samvinnu og þátttöku íbúa.

Áræðni og fjárfestingar

Djarfar ákvarðanir og fjárfestingar sem teknar eru í dag munu ákvarða lífsgæði vegna landgæða í framtíðinni. Global Land Outlook er ætlað að benda á leiðir til að sýna landi tilhlýðandi virðingu og tryggja öruggari framtíð með réttri nýtingu þess.

Skýrslan í heild. 

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...