Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Landgreiðslur – hvað er það?
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 13. mars 2017

Landgreiðslur – hvað er það?

Höfundur: Sigurður Jarlsson, jarðræktarráðunautur hjá RML
Samkvæmt nýjum rammasamningi milli sjávarútvegs- og land­búnaðar­ráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands, samþykktum þann 19. feb. 2016 er meðal annars fjallað um landgreiðslur sem Matvælastofnun á að ráðstafa. 
 
Í rammasamningi segir: „Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. Ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Skilyrði fyrir greiðslum er að til sé viðurkennt túnkort fyrir spildur sem sótt er um framlög fyrir og spildurnar séu uppskornar á því ári þegar framlag er greitt enda liggi fyrir uppskeruskráning.“
 
Í reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað er nánar kveðið á um landgreiðslur. Þar kemur m.a. fram að fullnægjandi skil á skýrsluhaldi verði að vera til staðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Kröfurnar eru m.a. eftirfarandi:
 
  • Nafn og/eða númer spildu, 
  • Hnitsetning spildu (stafrænt túnkort)
  • Ræktun, þ.e. gras, grænfóður, korn, olíujurtir eða útiræktað grænmeti
  • Tegund og yrki þegar sótt er um jarðræktarstyrk
  • Stærð spildu
  • Ræktunarár, ef ræktað síðstliðin 5 ár
  • Heildaruppskera í kg þurrefnis fyrir hverja spildu
  • Heildaruppskeru í kg í útiræktuðu grænmeti.
 
Erfitt er að áætla hverja greiðslu enda taka framlög á hvern hektara mið af heildarfjölda þeirra hektara sem sótt er um stuðning fyrir á landsvísu. Reikna má með að í upphafi verði greiðslur hærri þar sem hluti bænda verði ekki tilbúinn að uppfylla öll ofangreind skilyrði. 
 
Nefndar hafa verið tölur frá 3.000 kr/ha og upp undir 8.000 kr/ha á þessu ári, sem tekur þá mið af að sótt verði um landgreiðslur vegna 31 þúsund til 82 þúsund hektara. Þessar tölur eru fyrst og fremst vangaveltur og verður reynslan að skera úr um lokatöluna. Það er þó ljóst að eftir nokkru er að slægjast. 
 
Námskeið í Jörð.is
 
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í Jörð.is þar sem markmiðið verður fyrst og fremst að kenna bændum hvernig þeir uppfylla skilyrði fyrir landgreiðslum og ræktunarstyrkjum.

Skylt efni: landgreiðslur

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.