Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landgreiðslur – hvað er það?
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 13. mars 2017

Landgreiðslur – hvað er það?

Höfundur: Sigurður Jarlsson, jarðræktarráðunautur hjá RML
Samkvæmt nýjum rammasamningi milli sjávarútvegs- og land­búnaðar­ráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands, samþykktum þann 19. feb. 2016 er meðal annars fjallað um landgreiðslur sem Matvælastofnun á að ráðstafa. 
 
Í rammasamningi segir: „Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. Ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Skilyrði fyrir greiðslum er að til sé viðurkennt túnkort fyrir spildur sem sótt er um framlög fyrir og spildurnar séu uppskornar á því ári þegar framlag er greitt enda liggi fyrir uppskeruskráning.“
 
Í reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað er nánar kveðið á um landgreiðslur. Þar kemur m.a. fram að fullnægjandi skil á skýrsluhaldi verði að vera til staðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Kröfurnar eru m.a. eftirfarandi:
 
  • Nafn og/eða númer spildu, 
  • Hnitsetning spildu (stafrænt túnkort)
  • Ræktun, þ.e. gras, grænfóður, korn, olíujurtir eða útiræktað grænmeti
  • Tegund og yrki þegar sótt er um jarðræktarstyrk
  • Stærð spildu
  • Ræktunarár, ef ræktað síðstliðin 5 ár
  • Heildaruppskera í kg þurrefnis fyrir hverja spildu
  • Heildaruppskeru í kg í útiræktuðu grænmeti.
 
Erfitt er að áætla hverja greiðslu enda taka framlög á hvern hektara mið af heildarfjölda þeirra hektara sem sótt er um stuðning fyrir á landsvísu. Reikna má með að í upphafi verði greiðslur hærri þar sem hluti bænda verði ekki tilbúinn að uppfylla öll ofangreind skilyrði. 
 
Nefndar hafa verið tölur frá 3.000 kr/ha og upp undir 8.000 kr/ha á þessu ári, sem tekur þá mið af að sótt verði um landgreiðslur vegna 31 þúsund til 82 þúsund hektara. Þessar tölur eru fyrst og fremst vangaveltur og verður reynslan að skera úr um lokatöluna. Það er þó ljóst að eftir nokkru er að slægjast. 
 
Námskeið í Jörð.is
 
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í Jörð.is þar sem markmiðið verður fyrst og fremst að kenna bændum hvernig þeir uppfylla skilyrði fyrir landgreiðslum og ræktunarstyrkjum.

Skylt efni: landgreiðslur

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...