Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Landbúnaðarráðherra vill breytingar á starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins
Mynd / BBL
Fréttir 7. mars 2017

Landbúnaðarráðherra vill breytingar á starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa verið unnin drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum sem m.a. mæla fyrir um frávik frá samkeppnislögum fyrir mjólkuriðnaðinn. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar til og með 17. mars. Í stuttri umfjöllun um frumvarpsdrögin dregur ráðuneytisfólk upp nokkur atriði í eftirfarandi upptalningu:

Verði frumvarpið að lögum mun:

·         Allir aðilar í mjólkuriðnaði geta keypt mjólk með sama tilkostnaði og markaðsráðandi afurðastöð.

·         Markaðsráðandi afurðastöð mjólkur verður skylt að safna og taka við allri hrámjólk sem henni býðst frá framleiðendum mjólkur.

·         Markaðsráðandi afurðastöð verður skylt að selja óháðum afurðastöðvum og vinnsluaðilum hrámjólk sem nemur allt að 20% af þeirri hrámjólk sem hún tekur við.

·         Verð á hrámjólk verður áfram ákveðið af verðlagsnefnd og gildir gagnvart framleiðsluhluta markaðsráðandi afurðastöðvar og óháðum aðilum. Sama jafnræði skal gilda um önnur viðskiptakjör og skilmála.

·         Framleiðsluhluti markaðsráðandi afurðastöðvar skal vera fjárhagslega og stjórnunarlega aðskilin frá annarri starfsemi afurðarstöðvarinnar.

·         Eftirlit með markaðsráðandi afurðastöð skv. búvörulögum verður í höndum Samkeppniseftirlitsins.

Helsta breyting frá núgildandi ákvæðum búvörulaga:

·         Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði verður óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða.

·         Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði verður óheimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.

·         Við vinnslu frumvarpsins var tekið mið af tillögum Samkeppniseftirlitsins sem eftirlitið skilaði atvinnuveganefnd vegna umfjöllunar um frumvarp til breytinga á búvörulögum og fl. á 145. löggjafarþingi. Einnig var tekið mið að því hvernig skipulagi fyrir mjólkuriðnaðinn er háttað í Noregi og Hollandi.

Innflutningskvótar með hliðsjón af hagsmunum neytenda

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins er sagt frá því að jafnframt sé unnið að því í ráðuneytinu að forma tillögur hvernig best verði staðið að ráðstöfun innflutningskvóta „með hliðsjón af hagsmunum neytenda,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Tillögur að breytingum þess efnis verða kynntar sérstaklega þegar þær liggja fyrir segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fyrsta atlagan að núverandi skipulagi
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum, segir í Facebookfærslu í tengslum við framlagningu málsins að þetta sé fyrsta atlagan að núverandi skipulagi og önnur sé aukinn tollalaus innflutningur. „… En því kerfi sem unnið hefur verið eftir á umliðnum árum hefur skilað bæði neytendum og bændum miklum ávinningi. Það hefur verið staðfest,“ segir Egill Sigurðsson.

Frumvarp til umsagnar - pdf

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...