Landbúnaðarráðherra boðar til almennra funda með sauðfjárbændum
Sauðfjárbændur hafa með skömmum fyrirvara verið boðaðir til almennra funda með Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Það er landbúnaðarráðherra sem boðar til fundarins ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, formanni samninganefndar ríkisins, og Haraldi Benediktssyni, formanni Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga,“ segir í fundarboði til sauðfjárbænda á Vesturlandi.
miðvikudagur 15. ágúst
Búðardalur/Dalabúð kl. 14:00
Víðihlíð í Húnþingi kl. 20:00
þriðjudagur 21. ágúst
Höfn kl. 11:00
Egilsstaðir kl. 17:00
miðvikudagur 22. ágúst
Kópasker eða Þórshöfn kl. 11:00
Félagsheimilið Breiðumýri kl. 17:00
Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvegaráðuneytinu er fundartímar miðvikudagsins staðfestir en sá fyrirvari er sleginn að tímarnir 21. og 22. ágúst gætu breyst. Staðsetningar verða kynntar nánar þegar nær dregur.