Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði stofnfundinn og var kosinn formaður.
Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði stofnfundinn og var kosinn formaður.
Mynd / smh
Líf og starf 19. júní 2014

Landbúnaðarklasinn stofnaður

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður 6. júní síðastliðinn. Hugmyndin með klasanum er að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja og félaga með tengsl við landbúnað mætti í stofnfundinn sem haldinn var á Hótel Sögu.

Á fundinum hélt Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, framsögu og fór yfir aðdraganda, tilurð og tilgang samstarfsins. Þá kynnti Jóhanna Lind Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fjárfestingarþörf og kosti í landbúnaði. 

Kosið var í stjórn klasans og var Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, kosinn formaður. Unnið verður að frekari útfærslu starfs landbúnaðarklasans í sumar og fram á haust.

Í máli Haraldar, sem ávarpaði stofnfundinn, kom fram að um mitt ár 2006 hefði stjórn Bændasamtakanna tekið þá meðvituðu ákvörðun að reyna að breyta umtali um íslenskan landbúnað og fara frá því að horfa á þrönga hagsmuni bænda og yfir í að tala um gildi landbúnaðar og umfang í atvinnulífinu. Í því skyni var samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að meta umfang og starfafjölda í landbúnaði, ekki bara í frumframleiðslu heldur í afleiddum störfum. Niðurstaða þeirrar vinnu sýndi að um 10.000 störf voru talin tengjast íslenskum landbúnaði. Í framhaldi af þeirri vinnu fór af stað bolti sem nú er orðinn að Landbúnaðarklasanum. Það er í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar, að til sé sameiginlegur vettvangur bænda, félaga og fyrirtækja sem þeim tengjast.

„Mikilvægi þess, á þessum tímamótum þegar við horfum fram á miklar breytingar og tækifæri í íslenskum landbúnaði, að við þéttum hópinn og sækjum fram saman er gríðarlegt. Við megum ekki láta neitt verða í vegi okkar til að trufla þá framfarasókn sem íslenskur landbúnaður þarf á að halda. Það eru ekki bara bændurnir sem þurfa að standa þar í stafni heldur líka þeir sem þjónusta landbúnaðinn,“ sagði Haraldur.

Upplýsingar og erindi af fundinum er að finna á bondi.is

18 myndir:

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...