Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu
Fréttir 25. febrúar 2016

Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett við hátíðlega athöfn í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar kl. 12.30. Af því tilefni verður slegið upp landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu á milli klukkan 11 og 17 þar sem allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrir og eftir setningarathöfn Búnaðarþings gefst gestum kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauðfjárbænda, hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum. Meðal fyrirtækja sem verða á svæðinu eru MS, Sláturfélag Suðurlands, Sölufélag garðyrkjumanna, Flúðasveppir, Biobú, Kraftvélar, Vélfang, Fóðurblandan og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Setningarathöfnin er öllum opin á meðan húsrúm leyfir en þar mun Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, flytja setningarræðu og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrir athöfninni. Dömur í Graduale-kórnum syngja nokkur lög og bóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, flytur nokkra af sínum þekktustu slögurum. Í fyrsta sinn verða veitt Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og Landbúnaðarverðlaunin verða á sínum stað. Tímarit Bændablaðsins kemur út sama dag og verður dreift í Hörpunni.

Allir eru velkomnir á landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu sunnudaginn 28. febrúar.

 

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...