Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi á komandi sumri og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni  en í ár felst keppnin um að hanna og prjóna lambhúshettur á fullorðna.
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi á komandi sumri og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni en í ár felst keppnin um að hanna og prjóna lambhúshettur á fullorðna.
Fréttir 8. mars 2022

Lambhúshettan fær nýtt líf

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10.–12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni.

Í ár er verkefnið fólgið í því að hanna og prjóna lambúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldu­fólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera handprjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með þegar verkinu er skilað inn í keppnina. Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2022, þar sem verðlaun verða afhent.

Sameinar þá sem hafa áhuga fyrir prjónaskap

Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands, segir að markmið Prjóna­gleðinnar sé að sameina þá sem áhuga hafa á prjónaskap, skapa því vettvang til að hittast og miðla prjóna­sögum, nýjum hugmyndum, aðferðum og gömlum hefðum, „en ekki síst til að viðhalda prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika“.

Svanhildur segi að unnið sé að því að setja saman áhugaverða og fjölbreytta dagskrá fyrir Prjónagleðina í byrjun næsta sumars, en að venju verði í boði fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra auk þess sem blásið sé til viðburða sem tengist prjónaskap og garni á einhvern hátt. Markaðstorg er ævinlega sett upp í tengslum við Prjónagleðina, en þar koma saman handlitarar, garnframleiðendur, prjónaverslanir, handverksfólk og hönnuðir og sýna og selja vörur sem tengjast prjónalífinu.

Lambhúshettur komnar í tísku

Svanhildur hlakkar til að sjá verkin sem munu berast í samkeppnina. „Lambhúshettan er eins og við þekkjum mjög gamalt fyrirbæri og slík höfuðföt hafa verið notuð hér á landi sem skjólflík svo áratugum ef ekki öldum skiptir. Núna eru þær allt í einu komnar aftur í tísku og því tilvalið fyrir hönnuði og prjónafólk að spreyta sig á því verkefni. Okkur finnst mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari samkeppni, ekki síst af því að þemað er ansi krefjandi.“

Styrktaraðilar prjóna­sam­keppn­­innar í ár eru Ístex, Tundra, Vatns­nesYarn og Rúnalist sem gefa glæsileg verðlaun. Lambhús­hetturnar sem taka þátt í keppninni verða til sýnis meðan á hátíðinni stendur.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...