Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigandi og forstjóri Lambhaga, undirrituðu fyrir skemmstu samkomulag um notkun Lambhaga á upprunamerkinu Íslenskt staðfest.

Íslenskt staðfest er vottað upprunamerki fyrir matvörur og blóm í eigu Bændasamtaka Íslands sem tekið var í notkun í mars árið 2022. Neytendur eiga að geta treyst því að merkið sé eingöngu notað á vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Framleiðendur ábyrgjast að hráefni sé raunverulega íslenskt og að framleiðsla hafi farið fram á Íslandi.

Lambhagi er einn stærsti framleiðandi á salati og kryddjurtum á Íslandi, stofnað árið 1979.

Í reglum um Ísland staðfest er tiltekið að það megi nota til að merkja grænmeti og plöntur ræktuð á Íslandi út frá fræjum, lauk og útsæði. Það eigi við um allt hrátt grænmeti, líkt og salat, tómata, gúrkur og paprikur.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...