Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambhaga leyft að nota ólöglegar umbúðir á meðan birgðir endast
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2020

Lambhaga leyft að nota ólöglegar umbúðir á meðan birgðir endast

Höfundur: smh
Lambhagi hefur um nokkurt skeið notast við merkingar á Lambhagasalati sínu sem teljast ekki samræmast reglugerðum. Óheimilt er að nota „Bio“-merkingu á vörum nema þær hafi verið vottaðar lífrænar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert athugasemd við þessar merkingar hjá Lambhaga og gefið leyfi fyrir því að þær verði notaðar á meðan birgðirnar með þessum umbúðum endast.  
 
Í Bændablaðinu 23. apríl síðast­liðinn segir Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu hafi verið gerð  í desember 2019 til að tryggja heilbrigðisnefndum lagastoð til að sinna eftirliti með merkingum sem tengjast lífrænum framleiðsluaðferðum á markaði. Í kjölfarið sé auðveldara fyrir eftirlitsaðila að taka á þessum málum.
 
„Orðin lífrænt, bio, organic má ekki nota í merkingar, auglýsingar eða kynningar vöru nema hún hafi verið vottuð sem slík af vottunarstofu. Þegar vara hefur fengið vottun er skylda að merkja hana einnig með merki vottunarstofu og Evrópulaufinu ef hún á að fara á markað á Evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Ingibjörg.
 
Átti að vekja athygli á lífrænum vörnum
 
Anna Jóhannesdóttir, heilbrigðis­fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að haft hafi verið samband við Lambhaga vegna þessara merkinga og rekstraraðili upplýst þá um að hann sé hættur við að nota þessa merkingu. Hún segir að hann hafi ætlað að koma þeim upplýsingum á framfæri að hann notaði lífrænar varnir í ræktuninni, en Lambhagi uppfylli ekki skilyrði til notkunar á „bio“ eða „eko“-merkingum. 
 
„Nýjar umbúðir eru í prentun og mun notkun á þeim hefjast um leið og þær berast. Því verður merkingin „bio“ eitthvað áfram á umbúðum, bæði plastpokum og kössum fyrirtækisins, en ætti að hverfa í sumar,“ bætir Anna við.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...