Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambaþon: Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár?
Fréttir 31. október 2018

Lambaþon: Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár?

Í Lambaþoni er keppt um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár.

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb standa fyrir viðburðinum sem verður haldinn  9. - 10. nóvember næstkomandi. 

Keppt er á milli 4-8 manna liða um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár á Íslandi. Einstaklingar geta líka skráð sig og verður þeim parað saman með öðrum einstaklingum við upphaf Lambaþonsins.

Verðlaun fyrir bestu hugmyndina að mati dómnefndar eru kr. 200 þúsund. Hugmyndir má setja fram á hvaða formi sem er og verða þær meðal annars metnar út frá því hve auðvelt er að miðla þeim til bænda og almennings á Íslandi. Heimilt er að nota hvaða hjálparmiðla sem er við miðlun tillagna.

Keppnin hefst formlega föstudaginn 9. nóvember kl. 10 á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Skila þarf hugmyndum kl. 10 daginn eftir. Kynningar á efstu þremur hugmyndunum og verðlaunaafhending fara fram hjá Matís í Reykjavík kl. 11.15 sama dag.

Mögulegt verður að kynna hugmyndir í gegnum vefútsendingu, ef keppendur kjósa það. Hugmyndir verða metnar af dómnefnd sem í sitja fimm einstaklingar og mun dómnefndin meta hugmyndirnar samkvæmt eftirfarandi:

  • Hversu mikið eykst verðmætasköpun bónda sem hrindir hugmyndinni í framkvæmd? Hversu mikið ávinnst fyrir neytendur?
  • Felur hugmyndin í sér uppbyggjandi tillögur um starfsumhverfi bænda?
  • Felur hugmyndin í sér jákvæð umhverfisáhrif?
  • Felur hugmyndin í sér þróun nýrra vara eða þjónustu? Hugmyndir um markaðssetningu!
  • Slær hjarta liðsins með hugmyndinni? Efnafræðin, orkan og framsetningin!

Keppendur hafa aðgang að húsakynnum Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík og húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, á meðan keppninni stendur.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfangið lambathon@matis.is. Síðasti dagur til skráningar er fimmtudagurinn 8. nóvember kl. 16:00 og skal senda skráningar á sama netfang.

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...