Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambaþon: Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár?
Fréttir 31. október 2018

Lambaþon: Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár?

Í Lambaþoni er keppt um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár.

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb standa fyrir viðburðinum sem verður haldinn  9. - 10. nóvember næstkomandi. 

Keppt er á milli 4-8 manna liða um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár á Íslandi. Einstaklingar geta líka skráð sig og verður þeim parað saman með öðrum einstaklingum við upphaf Lambaþonsins.

Verðlaun fyrir bestu hugmyndina að mati dómnefndar eru kr. 200 þúsund. Hugmyndir má setja fram á hvaða formi sem er og verða þær meðal annars metnar út frá því hve auðvelt er að miðla þeim til bænda og almennings á Íslandi. Heimilt er að nota hvaða hjálparmiðla sem er við miðlun tillagna.

Keppnin hefst formlega föstudaginn 9. nóvember kl. 10 á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Skila þarf hugmyndum kl. 10 daginn eftir. Kynningar á efstu þremur hugmyndunum og verðlaunaafhending fara fram hjá Matís í Reykjavík kl. 11.15 sama dag.

Mögulegt verður að kynna hugmyndir í gegnum vefútsendingu, ef keppendur kjósa það. Hugmyndir verða metnar af dómnefnd sem í sitja fimm einstaklingar og mun dómnefndin meta hugmyndirnar samkvæmt eftirfarandi:

  • Hversu mikið eykst verðmætasköpun bónda sem hrindir hugmyndinni í framkvæmd? Hversu mikið ávinnst fyrir neytendur?
  • Felur hugmyndin í sér uppbyggjandi tillögur um starfsumhverfi bænda?
  • Felur hugmyndin í sér jákvæð umhverfisáhrif?
  • Felur hugmyndin í sér þróun nýrra vara eða þjónustu? Hugmyndir um markaðssetningu!
  • Slær hjarta liðsins með hugmyndinni? Efnafræðin, orkan og framsetningin!

Keppendur hafa aðgang að húsakynnum Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík og húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, á meðan keppninni stendur.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á netfangið lambathon@matis.is. Síðasti dagur til skráningar er fimmtudagurinn 8. nóvember kl. 16:00 og skal senda skráningar á sama netfang.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...