Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrossaræktendur ársins, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir, ásamt Sindra Sigurgeirssyni, formanni BÍ, og Sveini Steinarssyni, formanni fagráðs og FHB.
Hrossaræktendur ársins, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir, ásamt Sindra Sigurgeirssyni, formanni BÍ, og Sveini Steinarssyni, formanni fagráðs og FHB.
Mynd / HGG
Fréttir 4. desember 2014

Lambanes hrossaræktarbú ársins

Höfundur: Hulda G. Geirsdóttir

Ráðstefnan Hrossarækt 2014 fór fram á Hótel Sögu fyrir skemmstu og þar voru að venju afhentar viðurkenningar til þeirra er skarað hafa fram úr í hrossaræktinni á árinu.

Hrossaræktarbú ársins var útnefnt Lambanes, bú þeirra Agnars Þórs Magnússonar og Birnu Tryggvadóttur. Þau hafa reyndar nýverið flutt að Garðshorni á Þelamörk, en uppruna hrossanna má rekja til Lambaness í Dölum og kenna þau hross sín við þann stað. Ellefu bú voru tilnefnd til verðlaunanna og árangur margra mjög góður, en tilnefnd bú voru: Einhamar 2, Eystra-Fróðholt, Fet, Flagbjarnarholt, Halakot, Hof á Höfðaströnd, Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar, Lambanes, Laugarbakkar, Miðás og Steinnes.

Fimm hross voru sýnd frá Lambanes-búinu í ár og einkunnir þeirra frábærar, en litið er til fjölda hrossa, aldurs og einkunna og þarf að lágmarki fjögur hross dæmd á árinu og þar af tvö yfir átta í aðaleinkunn, til að koma til greina við valið, en það er fagráð í hrossarækt sem útnefnir ræktunarbú ársins. Hæst dæmdu hross Lambaness-búsins í ár voru þeir Hersir með 8.57 og Laxnes með 8.46.

Samba hæst heiðursverðlaunahryssna

Átta hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en til að hljóta þau þurfa hryssurnar að hafa náð a.m.k. 116 stigum í kynbótamati og eiga fimm dæmd afkvæmi. Efsta hryssan hlýtur Glettubikarinn svokallaða sem veittur hefur verið efstu heiðursverðlaunahryssu frá 1962. Hryssurnar sem hlutu verðlaunin í ár eru: Orka frá Hvammi 116 stig og 5 dæmd afkvæmi, Sunna frá Akranesi 116 stig og 10 dæmd afkvæmi, Þula frá Hólum 119 stig og 5 dæmd afkvæmi , Gyðja frá Lækjarbotnum 120 stig og 5 dæmd afkvæmi, Bringa frá Feti 120 stig og 5 dæmd afkvæmi, Gletta frá Bakkakoti 120 stig og 5 dæmd afkvæmi, Birta frá Hvolsvelli 121 stig og 5 dæmd afkvæmi, Samba frá Miðsitju 121 stig og 5 dæmd afkvæmi.

Þar sem Samba stendur hærri í öryggi kynbótamats raðast hún hærri en Birta þó þær séu með jafnmörg stig. Samba er úr ræktun Jóhanns Þorsteinssonar heitins og Sólveigar Stefánsdóttur, en eigandi er Vilberg Skúlason á Ásbrú sem keypti Sömbu sem fyl í móður hennar Kröflu frá Sauðárkróki.

Konsert með hæstu aðaleinkunn

Félag hrossabænda veitir tvenn verðlaun á ráðstefnunni, fyrir hæstu aðaleinkunn ársins, aldursleiðrétta, og til þess knapa er sýnir hross til hæstu hæfileikaeinkunnar ársins. Bæði verðlaunin eru skilyrt við áverkalaus hross. Hæstu aðaleinkunn ársins hlaut hinn fjögurra vetra gamli Konsert frá Hofi í Vatnsdal, 8.72 aldursleiðrétt 9.02. Konsert er úr ræktun Jóns Gíslasonar og Eline Manon Schrijver, en í eigu Frans Goetschalckx.

Daníel Jónsson hlaut svo verðlaunin fyrir að sýna hross til hæsta hæfileikadómsins, Arion frá Eystra-Fróðholti sem fékk 9.25.

Þá voru einnig veitt verðlaun, sem Páll Imsland áhugamaður um varðveislu litförótta litarins kom á, en þau eru veitt hæst dæmdu litföróttu hryssu landsins sem að þessu sinni var hryssan Maja frá Búðardal með 8.06 í aðaleinkunn.

Á ráðstefnunni voru einnig flutt áhugaverð erindi um hóf- og tannheilsu þar sem þau Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og Sonja Líndal Þórisdóttir dýralæknir höfðu framsögu. 

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...