Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambakjötið vinsælasti íslenski maturinn meðal erlendra ferðamanna
Fréttir 24. maí 2018

Lambakjötið vinsælasti íslenski maturinn meðal erlendra ferðamanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rúmlega 90% erlendra ferða­manna smökkuðu dæmi­gerðan íslenskan mat samkvæmt könnun sem Gallup gerði nýverið fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb.

Spurt var um lambakjöt, skyr, laxfiska, mjólk, þorsk, nautakjöt, ost, svínakjöt, harðfisk, hval, kæstan hákarl og folaldakjöt. Einungis 9,4% erlendu ferðamannanna höfðu ekki smakkað neitt af þessu. Ef hin 90,6% eru skoðuð kemur í ljós að 57,8% þeirra borðuðu lambakjöt á meðan þeir dvöldu hér á landi en 53,7% smökkuðu íslenska skyrið, sem er í öðru sæti.

Erlendir ferðamenn vilja íslenskan mat

Markaðsstofan Icelandic Lamb hóf starfsemi fyrir rúmu ári. Helsta verkefni hennar er að kynna íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er m.a. gert með öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 160 aðila í verslun, veitingarekstri, framleiðslu, nýsköpun og hönnun.

Árangurinn hefur verið framar björtustu vonum. Innanlandssala á lambakjöti hefur vaxið síðustu misseri og kannanir sýna að stór hluti þess vaxtar er vegna aukinnar neyslu erlendra ferðamanna.

„Þessar kannanir sem Gallup hefur gert fyrir okkur sýna án nokkurs vafa að erlendir ferðamenn vilja borða íslenskan mat og þó að íslenska lambakjötið sé vinsælast eru aðrar afurðir ekki langt undan,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmda­stjóri Icelandic Lamb.

Lambakjötið skilar miklu í ríkissjóð

Kannanirnar sem Gallup gerði fyrir Icelandic Lamb sýna að 52%–58% erlendra ferðamanna borða lambakjöt á meðan þeir dveljast hér á landi. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. Þetta þýðir að meira en milljón útlendingar borða íslenskt lambakjöt hér á hverju ári. Icelandic Lamb hefur áætlað út frá könnunum og sölutölum að erlendir ferðamenn borði um 1,5 milljón skammta af íslensku lambakjöti árlega.

„Ef við miðum við að hver máltíð kosti um 3.000 krónur er hægt að reikna út að gjaldeyristekjurnar eru 4,5 milljarðar,“ segir Svavar. „Öll sú atvinna og verðmætasköpun sem verður til á leiðinni frá sveitabæjunum á veitingastaðina og í verslanirnar skilar líka dágóðum skatttekjum. Bara virðisaukaskatturinn af þessari matarsölu er metinn á hálfan milljarð.“


–Sjá nánar á bls. 4 og í sérblaði sem fylgir Bændablaðinu í dag. 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...