Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum
Mynd / Beit
Fréttir 17. apríl 2018

Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum

Höfundur: TB

„Einhvern veginn hefur lambakjötið þróast þannig að það er notað oft sem beitur inn í búðirnar. Þegar við förum að horfa á það þá er verið að selja, eins og núna, inni á frysti hjá mér er verið að selja lambalæri á 1.099 kr. á meðan við erum að selja kílóið af kjúkling á 1.799 kr. Við erum að selja kílóið af ýsunni á 1.999 þannig að lambakjöt er mjög ódýrt. Á það að vera svona ódýrt? Nei, þetta bara hefur þróast alltaf svona,“ segir Ólafur Júlíusson innkaupastjóri hjá Krónunni í þriðja þætti „Lambs og þjóðar“ þar sem fjallað er um markaðs- og sölumál lambakjöts út frá ólíkum sjónarhornum. Með „beitum“ á hann við að lambakjöt sé notað til þess að lokka fólk inn í búðirnar með því að auglýsa mjög lágt verð.

Í þættinum er rætt við þá aðila sem selja lambakjöt á Íslandi, fulltrúa verslunarinnar og veitingageirans. Óhætt er að segja að þar komi fram margvíslegar skoðanir um sölu- og markaðsmál lambakjöts. Í fyrri þáttum, sem bæði eru aðgengilegir á Facebook, bbl.is og YouTube, hefur verið rætt við fulltrúa bænda og afurðastöðva.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...