Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambakjöt hleðst upp í Noregi
Fréttir 21. júní 2017

Lambakjöt hleðst upp í Noregi

Höfundur: nrk / ehg
Lager af frosnu lambakjöti er nú orðinn svo stór að kjötiðnaðurinn í Noregi og verslunin er farin að hafa af því verulegar áhyggjur. Um 2.200 tonn eru nú lagervara í landinu, helmingi meira magn en á sama tíma í fyrra, án þess að verð fari niður á við. 
 
Á lager heildsölufyrirtækisins Nortura, sem er í eigu bænda, eru nú rúmlega 2.200 tonn af lambakjöti á lager og rúmlega 1.100 tonn af kindakjöti. Áætlanir gera ráð fyrir að um þúsund tonn til viðbótar muni bætast við fyrir lok þessa árs. Geymsla á eftirlitslager er ein af þeim ráðstöfunum sem menn nýta sér í Noregi við markaðsreglugerð á kjöti. Á tímabilum þegar offramboð er af nýslátruðu er hægt að setja það inn á frysti­geymslur vegna ákveðinna forsendna. Í raun er það einungis Nortura sem hefur það hlutverk að stjórna þessum markaði og getur selt og geymt nýslátrað kjöt inn á lagerinn. Í nokkrum einstökum tilfellum hefur einnig verið opnað á að einkarekin sláturhús geti afhent til lagersins. 
 
Það er ekki lengra síðan en árið 2014 að skortur var á lambakjöti í Noregi og þá þurfti að flytja inn slíkt kjöt til landsins. Í kjölfar þess bauð landbúnaðarráðuneytið þar í landi fjármögnunarstyrki fyrir fjárhús og fleiri bændur hófu byggingu á stærri húsum. Þannig jókst framleiðslan til muna á örfáum árum en matarvenjur Norðmanna fylgdu ekki eftir þeirri þróun. 
 
  • 2014: 23.600 tonn framleidd / 25.800 tonn seld (m. innflutningi) – 2.200 tonn í halla
  • 2015: 25.000 tonn framleidd / 25.500 tonn seld (m. innflutningi) – 500 tonn í halla
  • 2016: 25.400 tonn framleidd / 24.550 tonn seld (m. innflutningi)  – 1.800 tonn í halla.(Tölur Nortura)
 
Mjög lítið af lambakjöti er flutt út frá Noregi og er það einn vandi markaðarins en undanfarin ár hefur verið flutt inn meira af lambakjöti til landsins en út. Annar vandi greinarinnar er að um 80 prósent af slátruninni á sér stað milli ágúst og nóvember og neysla Norðmanna á lambakjöti einkennist af þessum tíma og páskunum. Því finnst mörgum í greininni að verslunin geti gert meira til að selja lambakjöt allt árið um kring. 
 
Á dögunum ákvað Nortura að auka svokallaðan «frosinn frádrátt» fyrir frosna kjötið sem liggur á lager hjá þeim þannig að vinnsluaðilar fái lambakjöt á lægra verði en áður. Verslunareigendur vara við því að lækka verðið og segja að neytendur sem eru vanir að borga lítið verð fyrir vöru vilji ekki borga enn meira fyrir hana eftir hálft ár. Þó að elsta kjötið á Nortura-lagernum í dag sé frá síðsumri 2015 telja menn að hægt sé að komast hjá því að henda lambakjöti í lok þessa árs einfaldlega með því að hver fjölskylda í Noregi borði 2–3 fleiri lambakjötsmáltíðir í ár en hún er vön að gera. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...