Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lamandi verkföll
Skoðun 4. maí 2015

Lamandi verkföll

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Verkföll skekja nú þjóðfélagið og ef ekki verður greitt úr þeirri flækju fjótt og örugglega er ljóst að fjöldi starfa getur glatast með tilheyrandi atvinnuleysi. 
 
Eflaust hafa allir skilning á að lægst launuðu hóparnir í samfélaginu eru langt fyrir neðan þau mörk sem nokkur getur sætt sig við. Barátta til að bæta hag þessara hópa er því fullkomlega réttlætanleg. Þótt klifað hafi verið á því að miklar kauphækkanir, oftast nefndar í prósentum, muni setji þjóðfélagið á hliðina, þá er öruggt að ekki er hægt að kenna skúringafólki á Landspítalanum, fisk- og iðnverkafólki, né óbreyttu starfsfólki í ferðaþjónustu um slíkt. Það er eitthvað annað sem mun setja þjóðfélagið á hliðina.
 
Með slíku tali eru menn komnir á hálan og ótraustan ís því ekkert hefur gert meira til að skekja stoðirnar að undanförnu en samningar við hálaunastéttir. Svo ekki sé talað um afspyrnu heimskulegt útspil veruleikafirrtra stjórnarmanna eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Þar var samið um hækkanir sem nema jafnvel fullum mánaðarlaunum þeirra lægst launuðu eða meira.
 
Það er alveg ljóst að það verður að taka upp nýja aðferðafræði til að tryggja mannsæmandi kjör á Íslandi ef ekki á illa að fara. 
 
Vissulega má færa rök fyrir því að löng háskólaseta sé metin til launa, þá mættu menn líka hafa í huga hverjir það eru sem borga kostnaðinn af öllum menntastofnunum. Undir þeim kostnaði standa nefnilega líka þeir sem eru á lægstu laununum og hafa af einhverjum ástæðum ekki geta nýtt sér fínu háskólana okkar. Að veifa fyrrnefndum rökum í kjarabaráttu hlýtur því að hljóma sem argasti menntahroki í eyrum þeirra lægst launuðu. 
 
Ef litið er á bændur landsins, sem flestir hafa notið góðrar menntunar, þá er staðan sérkennileg. Þeir hafa enga möguleika á að beita verkfallsvopni eins og t.d. félagar í BHM til að krefjast hærri launa. Verkföll eru samt að lama þeirra starfsvettvang og staðan er víða orðin mjög alvarleg. Dýralæknar hafa lifibrauð sitt af landbúnaði, en með fyllilega lögmætum aðgerðum sínum eru þeir samt að lama sinn eigin starfsvettvang. Þetta hefur hleypt illu blóði í marga bændur og getur skaðað annars gott og bráðnauðsynlegt samstarf þessara stétta.
 
Það verður að finna aðrar leiðir til að leiðrétta og jafna kjör nú á tímum upplýsingaþjóðfélagsins. Það ætti  ekki að þurfa að grípa til verkfalla sem skaða alla þjóðfélagsþegna og mest þá er minnst mega sín. 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...