Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta móti á síðasta ári.
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta móti á síðasta ári.
Fréttir 23. maí 2019

Lakasta uppskera í áratug og fæðuskortur í landinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppskera í Norður-Kóreu hefur verið lítil undanfarinn tíu ár en var með allra minnsta móti á síðasta ári. Talið er að hátt í tíu milljón manns í landinu sem lifi við skort þurfi enn að herða sultarólina.

Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að viðvarandi matvælaskortur í Norður-Kóreu sé kominn á hættulegt stig og að útlit sé fyrir að íbúar landsins þurfi enn að draga úr neyslu. Talin er hætta á að birgðir í landinu dugi ekki til að framfleyta þjóðinni fram yfir næsta uppskerutíma.

Hitar og þurrkar

Uppskera undanfarin tíu ár hefur verið með lakasta móti og var með afbrigðum léleg á síðasta ári vegna hita og þurrka í landinu. Í skýrslunni segir að skortur á eldsneyti, áburði og varahlutum í landbúnaðartæki hafi einnig letjandi áhrif á möguleika íbúa landsins til að auka uppskeruna. Auk þess sem slæmar aðstæður til geymslu á uppskerunni valdi því að mikið af henni skemmist.

Lágmarksskammtur af hrísgrjónum

Ástandið er talið verst þegar kemur að kornabörnum og ófrískum konum, sem í mörgum tilfellum þjást þegar af næringarskorti og sagt er að stór hluti þjóðarinnar dragi fram lífið á lágmarksskammt af hrísgrjónum frá degi til dags.

Í skýrslunni er mælt með að íbúum Norður-Kóreu verði veitt matvælaaðstoð sem fyrst og að átak verði gert í að vélvæða landbúnað í landinu til að ýta undir aukna matvælaframleiðslu.

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...