Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta móti á síðasta ári.
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta móti á síðasta ári.
Fréttir 23. maí 2019

Lakasta uppskera í áratug og fæðuskortur í landinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppskera í Norður-Kóreu hefur verið lítil undanfarinn tíu ár en var með allra minnsta móti á síðasta ári. Talið er að hátt í tíu milljón manns í landinu sem lifi við skort þurfi enn að herða sultarólina.

Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að viðvarandi matvælaskortur í Norður-Kóreu sé kominn á hættulegt stig og að útlit sé fyrir að íbúar landsins þurfi enn að draga úr neyslu. Talin er hætta á að birgðir í landinu dugi ekki til að framfleyta þjóðinni fram yfir næsta uppskerutíma.

Hitar og þurrkar

Uppskera undanfarin tíu ár hefur verið með lakasta móti og var með afbrigðum léleg á síðasta ári vegna hita og þurrka í landinu. Í skýrslunni segir að skortur á eldsneyti, áburði og varahlutum í landbúnaðartæki hafi einnig letjandi áhrif á möguleika íbúa landsins til að auka uppskeruna. Auk þess sem slæmar aðstæður til geymslu á uppskerunni valdi því að mikið af henni skemmist.

Lágmarksskammtur af hrísgrjónum

Ástandið er talið verst þegar kemur að kornabörnum og ófrískum konum, sem í mörgum tilfellum þjást þegar af næringarskorti og sagt er að stór hluti þjóðarinnar dragi fram lífið á lágmarksskammt af hrísgrjónum frá degi til dags.

Í skýrslunni er mælt með að íbúum Norður-Kóreu verði veitt matvælaaðstoð sem fyrst og að átak verði gert í að vélvæða landbúnað í landinu til að ýta undir aukna matvælaframleiðslu.

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...