Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Jónasson afhjúpar, með tilsjón listamannsins, lágmyndina af Guðmundi Jónssyni fyrir hönd Hvanneyringa 1963. Jón Hólm Stefánsson, talsmaður gefenda, lengst t.h. og Björn Þorsteinsson rektor, lengst t.v.
Gunnar Jónasson afhjúpar, með tilsjón listamannsins, lágmyndina af Guðmundi Jónssyni fyrir hönd Hvanneyringa 1963. Jón Hólm Stefánsson, talsmaður gefenda, lengst t.h. og Björn Þorsteinsson rektor, lengst t.v.
Fréttir 7. september 2015

Lágmynd af Guðmundi Jónssyni afhjúpuð

Þegar Hvanneyringar brautskráðir vorið 1963 fögnuðu 50 ára skólaafmæli sínu tilkynntu þeir að þeir myndu færa skólanum lágmynd af Guðmundi Jónssyni skólastjóra er varðveita skyldi í Landbúnaðarsafni. 
 
Verkfærasafni var með lögum komið upp á Hvanneyri árið 1940 og munu fyrstu verk við það hafa komið í hlut Guðmundar, þá kennara við skólann. Guðmundur, sem síðar stýrði Hvanneyrarskóla um langt árabil, gerði m.a. fyrstu munaskrá safnsins, og mun hafa átt mikinn þátt í að velja þá gripi, sem til álita komu, gripi sem nú mynda elsta kjarnann í Landbúnaðarsafni.  Nemendum Guðmundar þótti því að hann verðskuldaði minningamark í safninu.  
 
Laugardaginn 6. júní sl. komu þeir úr hópnum, sem heimangengt áttu, í heimsókn að Hvanneyri og afhentu gjöf hópsins. Lágmyndin er gerð af listamanninum Pétri Bjarnasyni. Henni var komið fyrir við innganginn í safnið. Orð fyrir nemendahópnum hafði Jón Hólm Stefánsson á Gljúfri í Ölfusi, en myndina afhjúpaði elsti félagi þeirra, Gunnar Jónasson á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. 
 
Bjarni Guðmundsson hélt erindi um Guðmund og Jóhannes Torfason á Torfalæk mintist Guðmundar og kynna sinna af honum, en Guðmundur var föðurbróðir Jóhannesar. Þá flutti Gunnar Þórisson á Fellsenda í Þingvallasveit ljóðakveðju. Þeir Jón, Jóhannes og Gunnar voru allir í hópnum sem brautskráðist vorið 1963. Ásgeir, sonur Guðmundar, flutti þakkir afkomenda hans en þeim hafði verið boðið til samkomunnar.
 
Athöfninni stjórnaði Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ og formaður stjórnar Landbúnaðarsafnsins. Að henni lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis í Skemmunni á Hvanneyri. 
 
 LbhÍ og Landbúnaðarsafnið þakka Hvanneyringum 1963 fyrir ánægjulega heimsókn og góða gjöf.
Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...