Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lágkolvetna eggjakökuvefjur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 4. mars 2019

Lágkolvetna eggjakökuvefjur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hvort sem þið gerið tacos úr venjulegum pönnukökum eða tortillas-kökum – eða úr eggja­kökuvefjum (eins og hér er gert), þá hentar vel að framreiða steik með, sem skorin er þunnt, og fylla vefjuna líka með grænmeti og sósu að eigin vali. 
 
Það er líka hægt að nota svartbaunabollur inn í vefjur, en þær henta fólki sem er að breyta mataræðinu og vill taka út glúten og sykur.
 
Eggjakökuvefjur
 • 8 stórar  eggjahvítur
 • 1/3 bolli kókoshveiti eða glútenlaust mjöl, til dæmis maís eða 
 • kartöflusterkja
 • 10 msk. vatn
 • 1/4 tsk. lyftiduft
 • 1/4 tsk. hvítlaukur (saxaður)
 • 1/4 tsk. laukduft
 • 1/4 tsk. chili duft eða saxaður chili
 • 1/4 tsk. salt
Aðferð
 
Blandið saman eggjahvítu, kókoshveiti (glútenlausu mjöli), lyftidufti og vatni í skál. Hrærið vel saman (ætti að vera eins og þunnt deig).
 
Bætið við kryddi og blandið vel saman.
 
Hitið pönnu (þá stærð sem þú vilt að tortillan þín sé) á miðlungs hita. Bíðið þar til pannan er heit. Spreyið þá eða penslið pönnuna með olíu og hellið hluta af blöndunni í miðjuna á pönnunni (úr til dæmis ¼ bollamáli).
 
Hallið pönnunni á öllum brúnum eins fljótt og mögulegt er, til að dreifa deiginu eins þunnt og hægt er. Þú getur alltaf bætt við deigi. Látið pönnukökurnar eldast í nokkrar mínútur þar til þær byrja að blása aðeins upp. Snúið þeim við og eldið í eina mínútu á hinni hliðinni.
 
Endurtakið ferlið þar til allt deigið er búið. 
 
Ef deigið er ekki nógu þunnt bætið meira vatni við eggjahvítublönduna og blandið saman.
 
Framreiðið með salsa og kjöti (eða hakki) og fersku kryddi eins og kóríander.

 
Svartbaunabollur (án kjöts)
 
Kjötlausar kjötbollur eru kannski ekki fyrir alla, en það er algengt í Mið-Austurlöndum að borða falafel með þunnu brauði svipað og gert er með kebab. Í þessari uppskrift er kjúklingabaunum skipt út fyrir svartbaunir fyrir kjötlausan lífsstíl eða bara þá sem vilja bragðgóðan og næringarríkan mat til tilbreytingar. 
 • ½ bolli hafrar
 • 1 ½ bolli niðursoðnar svartar baunir, skolaðar og settar í sigti
 • 1 msk. egg (eða vegan útgáfa með 1 msk. hörfræ /chiafræ) blandað með 3 msk. (45 ml) vatni 
 • 1/3 bolli ferskur eða frosinn maís, 
 • afþíddur ef það er frosinn maís 
 • ¼ bolli hakkaður vorlaukur
 • ¼ bolli ristuð paprika
 • 3 msk. salsa, heimagerð, eða bara úr dós
 • 3 hvítlauksrif, söxuð
 • 2 tsk.  cumin-duft
 • ½ tsk. þurrkuð oregano
 • ½ tsk. þurrkuð basilika
 • ½ tsk. reykt paprikuduft 
 • ¼ tsk. cayenne-pipar
 • 1/8 tsk. salt
 • svartur pipar
Aðferð
 
Hitið ofninn í 175 gráður.
 
Vinnið saman hafra (3 eða 4 sinnum mjög stutt ) í matvinnsluvél. Bætið við baununum (án safa) og haldið áfram að vinna saman þar til baunirnar eru gróft hakkaðar. Það er gott að hafa smá bit í baununum. Hrærið eggið eða (fræin í vatni) saman við og hvílið blönduna í nokkrar mínútur.
 
Setjið blönduna í skál og bætið maís, papriku eða hvaða grænmeti sem er við höndina við. Bætið svo kryddi við, sem má líka leika sér með; til dæmis, lauk, salsa, hvítlauk, cumin, oregano, basiliku, papriku, cayenne-pipar, salt og pipar. Blandið saman þar til allt hráefni hefur blandast vel saman. Best er að nota hreinar hendur í verkið. 
 
Takið handfylli af blöndunni – á stærð við golfbolta – og myndið kúlu. Ef blandan er of blaut skaltu bæta við einni til tveimur teskeiðum af höfrum. Ef blandan er of þurr, bætið einni eða tveimur teskeiðum af vatni.
 
Setjið formaðar kjötbollurnar á smjörpappír á ofnplötu og setjið í forhitaðan ofninn í um 20 mínútur, eða þangað til þær er stífar viðkomu. Snúið kjötbollunum varlega á fimm mínútna fresti til að tryggja að þær brúnist jafnt. Góðu fréttirnar eru að þær eru enn betri daginn eftir beint úr ísskápnum! Þær má nota í vefjur, í tómatsósu eða borða bara með sósu og salati.

 
Hnetusmjörs- og granólastykki
 
Þessi óbökuðu súkkulaði-hnetusmjörstykki eru gerð með nokkrum hollum hráefnum og auðvelt að gera. Þessi orkustykki eru fullkomið millimál eða morgunmatur fyrir þá sem eru að flýta sér og eru mikið á ferðinni.
 • 1/2 bolli fínt hnetusmjör
 • 1/2 bolli hunang
 • 1/4 bolli kakóduft eða sykurlaust súkkulaðismjör
 • 1/2 tsk. vanilludropar
 • 1/4 tsk. salt
 • 2 bollar valsaðir hafrar  (170 g) eða granola /musli blanda
 • 1 bolli poppað kínóa eða rice crispies
 • 1/4 bolli saxað lífrænt súkkulaði
 • Og skraut að eigin vali, hnetur, kókos, gojiber
Aðferð
Setjið smjörpappír  eða álpappír inn í fat og setjið til hliðar.
 
Blandið saman hnetusmjöri og hunangi í skál. Hitið í örbylgjuofni í um það bil 20–30 sekúndur eða þar til það er orðið nógu heitt til að að blanda saman. Blandið þar til allt er sameinað.
 
Bætið í kakóduftinu eða súkkulaði-smjöri, vanilluþykkni og salti og blandið vel saman.
 
Hrærið höfrunum saman við þar og bætið síðan við poppuðu kínóa og smáhökkuðu súkkulaði. 
 
Blandan ætti að vera þykk, en ef ykkur finnst það of þykkt má bæta við smá minna af poppuðu korni og granóla.
 
Setjið blönduna í formið. Notið hendurnar til að þrýsta þétt niður.
 
Kælið í 1–2 klukkustundir eða þar til grunnurinn eru nógu harður til að skera í bita. Fjarlægið álpappír/smjörpappír og skerið í um 10–12 bita.
 
Geymið í loftþéttu íláti í kæli í allt að eina viku.

3 myndir:

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...