Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Sláturfélag Suðurlands (SS) gaf út verðskrá fyrir Yara-áburð 4. desember og er verðlækkun frá síðustu skrá fimm prósent yfir vörulínuna.

Alexander Áki Felixson.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar hjá SS, segir að áburðarverð hafi náð hámarki í apríl 2022, eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í byrjun árs 2022. „Síðan lækkaði áburðarverð allt fram í byrjun árs 2024 og hefur hin mikla verðhækkun í raun gengið til baka. Áburðarverð hefur síðan haldist nokkuð stöðugt á þessu ári,“ segir hann.

Að sögn Alexanders er SS með gott og traust viðskiptasamband við Yara, sem framleiðir sinn eigin áburð. „Áætlanir um framleiðslu áburðar og flutning til landsins í vor liggja fyrir. Við fáum áburð frá verksmiðjum Yara í Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Um er að ræða einkorna áburð sniðinn að ræktunarþörf hér á landi.

SS flytur einnig inn kalk frá Noregi sem hefur reynst mjög hagkvæmur kalkgjafi en kölkun hefur mikil og jákvæð áhrif á áburðarnýtingu.

Með því að kalka og viðhalda réttu sýrustigi í jarðvegi næst að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna sem myndar grundvöll fyrir gott gróffóður. Verð á kalki hefur verið óbreytt frá árinu 2021.

Skylt efni: áburðarverð

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...