Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Sláturfélag Suðurlands (SS) gaf út verðskrá fyrir Yara-áburð 4. desember og er verðlækkun frá síðustu skrá fimm prósent yfir vörulínuna.

Alexander Áki Felixson.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar hjá SS, segir að áburðarverð hafi náð hámarki í apríl 2022, eftir að hafa hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í byrjun árs 2022. „Síðan lækkaði áburðarverð allt fram í byrjun árs 2024 og hefur hin mikla verðhækkun í raun gengið til baka. Áburðarverð hefur síðan haldist nokkuð stöðugt á þessu ári,“ segir hann.

Að sögn Alexanders er SS með gott og traust viðskiptasamband við Yara, sem framleiðir sinn eigin áburð. „Áætlanir um framleiðslu áburðar og flutning til landsins í vor liggja fyrir. Við fáum áburð frá verksmiðjum Yara í Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Um er að ræða einkorna áburð sniðinn að ræktunarþörf hér á landi.

SS flytur einnig inn kalk frá Noregi sem hefur reynst mjög hagkvæmur kalkgjafi en kölkun hefur mikil og jákvæð áhrif á áburðarnýtingu.

Með því að kalka og viðhalda réttu sýrustigi í jarðvegi næst að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna sem myndar grundvöll fyrir gott gróffóður. Verð á kalki hefur verið óbreytt frá árinu 2021.

Skylt efni: áburðarverð

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...