Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Blómkál skorið upp á Íslandi. Í samnorrænu verkefni er leitast við að fá ungt fólk til starfa í lanbúnaði.
Blómkál skorið upp á Íslandi. Í samnorrænu verkefni er leitast við að fá ungt fólk til starfa í lanbúnaði.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. júlí 2025

Laða ungt fólk til starfa í matvælaframleiðslu

Höfundur: Sturla Óskarsson

Áhugi ungs fólks á matvælaframleiðslu fer dvínandi á Norðurlöndum. Meðalaldur fólks innan geirans er 55,3 ár og eru það í miklum meirihluta karlmenn.

Sameiginlegt verkefni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem ber heitið Growing Food(ies), miðar að því að auka áhuga ungs fólk á störfum í matvælakerfum á þessu svæði, frá landbúnaði og sjávarútvegi og allt þar til afurðir enda á diski neytenda. Verkefnið nær einnig til tengdra greina eins og skógræktar, dýralækninga, kjötiðnaðar og fiskvinnslu. Hjá atvinnuvegaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið unnin heildstæð greining á stöðu þessara mála á Íslandi en að „ekki er ástæða til að ætla að hún sé með öðrum hætti hér en á hinum Norðurlöndunum. Búum í landbúnaði hefur fækkað hér eins og í hinum löndunum og meðalaldur bænda fer hækkandi. Kynslóðaskipti eru jafnframt erfið af sömu ástæðum og þar og reyndar víðar í Evrópu.“

Á fundi ráðherra landbúnaðar, matvæla og sjávarútvegs í Kuopio í Finnlandi 11.–12. júní síðastliðinn skiluðu forsvarsmenn Growing Food(ies) sínum fyrstu niðurstöðum og helstu ráðleggingum til hagsmunaaðila og stefnumótenda í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum. Þar leggja þau áherslu á að stuðla að betri menntun um matvæli til barna og ungmenna. Mikilvægt sé að varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í nýsköpun og frumkvöðlastarfi í matvælakerfum, bjóða upp á frekari tækifæri í dreifbýli og leggja sérstaka áherslu á að gera þennan geira spennandi vettvang fyrir konur og ungt fólk. Í skýrslu Growing Food(ies) segir jafnframt að ungt fólk þurfi að vera þátttakendur í að móta stefnur innan geirans. Einnig þurfi að hlúa að farandverkafólki sem starfar í matvælaframleiðslu og stuðla að inngildingu þeirra.

„Niðurstöður Growing Food(ies) munu nýtast sem leiðarljós við mótun aðgerða innan sviða menntunar, byggðaþróunar og atvinnusköpunar í matvælageiranum, þar með talið við endurskoðun stuðningskerfis landbúnaðarins sem stendur fyrir dyrum,“ segir í svörum við fyrirspurn til atvinnuvegaráðuneytisins um hvernig verkefnið verði nýtt hér á landi og bæta við að „slík verkefni falla jafnframt vel að áherslum íslenskra stjórnvalda um aukna nýtingu vistvænna auðlinda og aðgerða í loftslagsmálum“.

Aðstæður hér á landi hafa ýmislegt upp á að bjóða sem nýta má til þess að laða ungt fólk til matvælaframleiðslu. „Á sama tíma búa íslenskt samfélag og náttúrulegar aðstæður yfir tækifærum til að gera greinina aðlaðandi s.s. í gegnum öflug tækni- og nýsköpunarfyrirtæki í sjávarútvegi og annarri matvælaframleiðslu og náttúrugæði sem er á margan hátt einstakt,“ segir í svörum atvinnuvegaráðuneytis sem ítreka að „nauðsynlegt [sé] að byggja á þessum styrkleikum og vinna markvisst gegn þeim aðgangshindrunum sem ungt fólk mætir við inngöngu í greinina í anda niðurstaðna Growing Food(ies)“

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...