Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það styttist kannski í að baggaplast verði ekki lengur vandamál og kýr jafnt sem kindur geti étið umbúðirnar ásamt heyinu.
Það styttist kannski í að baggaplast verði ekki lengur vandamál og kýr jafnt sem kindur geti étið umbúðirnar ásamt heyinu.
Fréttir 4. maí 2018

Kynntu hugmynd um „Yay Bale Wraps“, heyrúlluefni sem nota má í fóður

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hópur skólanemenda í dreifbýlis­skóla í austurhluta Ontariofylkis í Kanada tóku nýlega þátt í keppni ásamt 20 öðrum hópum víða um heim um nýjar uppfinningar. Komu kanadísku nemendurnir þar með hugmyndir um ætar umbúðir utan um heyrúllur.
 
Tíu nemendur úr áttunda og níunda bekk (13 til 15 ára) í St. Thomas Aquinas Catholic High School í Russell, suðaustur af Ottawa, sendu hugmynd sína til einkaleyfisskrifstofu í Viginíuríki í Bandaríkjunum í fyrrasumar vegna alþjóðlegrar verðlaunasamkeppni. Þar keppti hugmynd þeirra við hugmyndir hópa frá Bandaríkjunum, Chile, Spáni og Þýskalandi. Verðlaunin voru 20.000 dollarar. Þótt kanadísku nemendurnir næðu ekki að koma sinni hugmynd í þrjú efstu sætin, þá náðu þeir allavega inn í keppnina með hugmynd sína um umhverfisvæna lausn til að pakka heyi. Afurð þeirra er kölluð „Yay Bale Wraps“.
 
Hugmynd kanadísku nem­endanna byggir á pökkunarefni, sem kæmi í staðinn fyrir plast og sé úr niðurbrjótanlegu efni, og gert yrði úr sykrum og sterkju. Það leysist samt ekki upp í vatni og  getur einungis leyst upp í ensími (amylase) sem m.a. finnst í munnvatni manna og dýra. Þar með ættu jórturdýr um leið að geta étið umbúðirnar sér til næringar.  
 
Hægt að nota í skepnufóður
 
„Það stórkostlega við Yay Bale Wraps er að það þarf ekki að brenna, endurvinna eða urða í landfyllingum,“ segir nemandinn Rachel Fiset í samtali við Farmers Forum. „Þú getur einfaldlega tætt það í sundur og blandað því saman við skepnufóður.“
 
Kannanir sem gerðar voru af nemendunum sýna að um 70% bænda myndu nota Yay Bale Wraps baggaefni ef það stæði til boða. 
 
„Sumir bændur sögðust ekki vilja nota Yay Bale Wraps vegna slæmrar reynslu þeirra af notkun á baggaplasti fyrir umhverfið,“ sagði nemandinn Rachel Wood. „En ef framleiðsla eins og okkar kæmist á markað, þá væru þeir samt tilbúnir að íhuga notkun þess ef það dragi úr mengun í þeirra bakgarði.“
 
Kanadíski nemendahópurinn er að vinna að því að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sína í héraði. Það veitir hugmyndinni skjól í eitt ár og síðan er meiningin  að sækja um fullt einkaleyfi til 20 ára. 
 
Í samkeppni við breska doktorsnema
 
Þrír doktorsnemar í Bretlandi hafa komið fram með svipaða hugmynd og eru að sækja um einkaleyfi á henni. Markmið þeirra er að geta komið vörunni á markað innan þriggja til fimm ára. 
 
Athygli vekur að enginn þeirra tíu kanadísku nemenda sem komu fram með hugmyndina um æta baggaefnið er úr sveit. Hugmyndina fengu þeir hins vegar af því að horfa á alla plastbaggana á túnum bænda. Nemendurnir heita Sam Barrett, Alec Campbell, Logan De Verteuil, Rachel Fiset, Kelly Forrester, Morgan Foster, Noah Hill, Jack Miner, Ethan Warnock og Rachel Wood. Kennarar og leiðbeinendur voru Blair Fitzsimons, Ann Jackson og Brad Reid.  Ekki er þó vitað hvort Brad Reid sé skyldur Elizu Jean Reid, forsetafrú okkar Íslendinga, sem fæddist reyndar í Ottawa í Kanada. Hún er því upprunnin á heimasvæði þessa kennara og ungu nemendanna hans. 

Skylt efni: heyrúllur | Yay Bale Wraps

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...