Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristina Bragadóttir Arnar Páll Sigurðsson og Védís Sigríður Ingvarsdóttir kynntu verkefni í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík, en það snerist um að búa til vefrænan söluvettvang fyrir hross. Með þeim í hóp voru þau Steinn Örvar Bjarnason og Ásdís Vignisdóttir en þau vantar á myndina.
Kristina Bragadóttir Arnar Páll Sigurðsson og Védís Sigríður Ingvarsdóttir kynntu verkefni í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík, en það snerist um að búa til vefrænan söluvettvang fyrir hross. Með þeim í hóp voru þau Steinn Örvar Bjarnason og Ásdís Vignisdóttir en þau vantar á myndina.
Fréttir 1. júní 2021

Kynntu hugmynd um vefrænan söluvettvang fyrir hross

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Okkur fannst vanta söluvettvang þar sem væri að finna alla skráða íslenska hesta sem eru til sölu á hverjum tíma. Slíkur vettvangur auðveldar viðskipti með hross töluvert og er í raun löngu tímabært að bjóða upp á hann,“ segir Védís Ingvarsdóttir, nemi í Háskólanum í Reykjavík. Hún ásamt félögum sínum í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, þeim Steini Örvari Bjarnasyni, Kristinu Bragadóttur, Ásdísi Vignisdóttur og Arnari Páli Sigurðssyni, kynntu á dögunum verkefni sitt sem snerist um að búa til vefrænan söluvettvang fyrir hross.

Védís segir að hugmyndin sé að stofna einfaldan og öruggan söluvettvang fyrir hvern þann sem vill kaupa eða selja hest. Viðskipti með hesta fara iðulega fram í gegnum tengslanet þeirra sem ýmist vilja kaupa eða selja og/eða í gegnum síður á vefnum og/eða á Facebook. Með því að búa til forrit þar sem allir þeir íslensku hestar sem eru til sölu væru á einum og sama staðnum auðveldaði það þeim sem væru að stíga fyrstu skref sín í hestamennskunni og hefðu ekki nein tengsl inn í hestaheiminn að skoða hvað væri í boði.

Samskiptavefur sem tengir kaupendur og seljendur

„Við sjáum fyrir okkur að kaupandi búi sér til aðgang, skrái sig inn og fái aðgang að leitarvél. Hann getur valið þá eiginleika sem hann leitar að og fær þá upp þá hesta sem passa við það sem hann leitar að. Kaupandinn getur haft samband við seljandann og þeir rætt málið áfram en okkar hugsun er að hægt verði að ganga frá viðskiptunum í forritinu, þar verði t.d. sölusamningur og annað sem þarf,“ segir Védís. Hver seljandi getur útbúið svæði fyrir sig og skráð þá hesta sem hann vill selja þar inn með ítarlegum upplýsingum um hvern og einn og verð þeirra.

Védís segir að hugmynd háskólanemanna sé að búa til samskiptavef sem tengi notendur, bæði kaupendur og seljendur, saman. Þær síður sem fyrir eru takmarkast á stundum við ákveðin hrossaræktarbú og á Facebook-síðum séu oft takmarkaðar upplýsingar um hrossin. Þeirra sýn er að ná inn öllum þeim íslensku hrossum sem eru á sölumarkaði saman á einn stað og að þar verði að finna gagnlegar upplýsingar um hvert og eitt þeirra.

Mikill áhugi fyri íslenska hestinum

Hún nefnir að áhugi sé mikill fyrir íslenska hestinum, bæði hér heima og eins víða um heim, en íslenska hestinn er að finna í 22 löndum. Um 250 þúsund íslenskir hestar eru skráðir á alþjóðavettvangi og vel yfir 300 þúsund manns hafa sýnt honum áhuga.
„Appið er fyrir alla sem vilja kaupa eða selja hest, en ekki síst horfum við til þess að þeir sem eru að byrja geti nýtt sér það, farið inn, leitað og kannað hvort þeir finni draumahestinn,“ segir Védís.

Nemarnir hafa kynnt verkefni sitt og næstu skref eru að sögn Védísar að koma ferlinu í gang. Eitt þeirra er að fá samstarf við Worldfeng, sem yrði mikilvægasti samstarfsaðilinn, og eins þarf að búa til appið og koma því í notkun meðal viðskiptavina. Framtíðarsýnin er svo að koma því í gagnið á alþjóðavettvangi, en einkum sé horft til markaðar í Þýskalandi þar sem langflestir íslenskir hestar eru.

„Þetta er enn þá hugmynd, en mér finnst hún áhugaverð og er meira en til í að gera hana að veruleika ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Védís.

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Lómur
9. október 2024

Lómur

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir