Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stjórn sambandsins. Frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún
Jónsdóttir.
Stjórn sambandsins. Frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún Jónsdóttir.
Fréttir 21. júlí 2025

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Höfundur: Sturla Óskarsson

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund á dögunum þar sem félagskonur lögðu áherslu á heilbrigðismál á landsbyggðinni og eignarétt kvenna til jafns við maka sinn.

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund nýverið og gaf út ályktun þar sem gagnrýnd var sú töf sem orðið hefur á afhendingu á gjöf Kvenfélagasambands Íslands, Gjöf til allra kvenna. Félagið skorar á heilbrigðisyfirvöld að tryggja að afhending fari fram alls staðar á landinu fyrir árslok 2025. Gjöf til allra kvenna snýr að hugbúnaði og tengiboxum sem gera læknum og ljósmæðrum kleift að skoða og vinna með fósturhjartsláttarrit á rafrænan hátt sem og að nýta gagnagrunn fósturgreiningardeildar Landspítalans á landsbyggðinni. Gjafirnar þykja veruleg viðbót við eftirlit með heilbrigði kvenna um allt land.

Á sama fundi vildi Kvenfélag Reykdæla beina því til flugmálayfirvalda að tryggja þyrfti opnar flugbrautir fyrir sjúkraflug af landsbyggðinni, það væri lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða á stærstum hluta landsins. Þar er nefnt sérstaklega óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli og að tryggja sjúkraflug frá Aðaldalsflugvelli.

Þá vildi Kvenfélag Fnjóskdæla skora á konur að gæta réttinda sinna til jafns við maka sinn varðandi fjármál og eigur. „Samkvæmt lögum um einkahlutafélög geta fleiri en einn eigandi verið skráðir fyrir þeim. Oft er þó aðeins einn aðili skráður fyrir lögbýli og er það yfirleitt karlmaðurinn. Ef hann fellur frá tekur við langt og flókið ferli fyrir makann til að fá prókúru fyrir búinu,“ segir í greinargerð félagsins.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...