Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kvenfélagasamband Íslands 85 ára 1. febrúar 2015
Mynd / kvenfelag.is
Fréttir 30. janúar 2015

Kvenfélagasamband Íslands 85 ára 1. febrúar 2015

Höfundur: smh

Sunnudaginn 1. febrúar eru 85 ár liðn frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands.

Tímamótanna verður minnst í afmælishófi í samkomusalnum í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum kl. 15 - 17 þann dag.

Kvenfélagskonur, velunnarar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir í hófið.

Dagurinn er jafnframt dagur kvenfélagskonunnar og verður hans minnst víða um land og á öldum ljósvakns.

Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofnað 1. febrúar 1930. Stofndagurinn, 1. febrúar, var árið 2010 útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar" og er sá dagur haldinn hátíðlegur ár hvert.

Markmiðið að baki stofnun Kvenfélagasambandsins var að stofna samstarfsvettvang fyrir öll kvenfélög landsins m.a. til að þau gætu komið fram sem ein heild. Kvenfélögin höfðu þá mörg hver starfað í áratugi án samnefnara sem stóð samvinnu þeirra þeirra að nokkru leyti fyrir þrifum.
Kvenfélagasambandið er óbundið flokkapólitík og trúarskoðunum. KÍ skiptist nú í 17 héraðssambönd sem í eru um 170 kvenfélög. Innan vébanda félaganna eru um 5000 konur.

Kvenfélagasambandið á og rekur Kvennaheimilið Hallveigarstaði við Túngötu 14 í Reykjavík með fleiri Kvennasamtökum.  Félögin hafa starfssemi sína í húsinu auk þess sem hluti hússins er í útleigu sem stendur straum af rekstri og viðhaldi hússins. 

Kvenfélögin og Kvenfélagasambandið hafa í gegnum áranna rás staðið fyrir stofnun ýmssra þjónustuþátta sem nú þykja sjálfsagðir og eru á höndum ríkis og sveitarfélaga, s.s. heilsugæsla, menntun barna og leikskólar. Kvenfélagasambandið er ásamt fleirum hvataaðili að stofnun  Háskóla Íslands og Landspítalans.
 

Helstu markmið og hlutverk KÍ í dag eru:

  • Að standa vörð um hag og heilsu íslenskra heimila og vinna að neytendamálum með starfrækslu Leiðbeiningastöðvar heimilanna.
  • Fylgjast með opinberum ákvörðunum í uppeldis- og fræðslumálum, heilbrigðis- og tryggingamálum, skatta-, atvinnu- og launamálum.
  • Taka afstöðu til jafnréttis-, mannréttinda-, ræktunar- og umhverfismála.
  • Að stuðla að aukinni samvinnu kvenna, efla félagsvitund þeirra og vinna að málum sem félagsheildin ákveður hverju sinni
  • Vera sameiningarvettvangur fyrir kvenfélögin, veita þeim þjónustu sem og félagskonum í störfum þeirra fyrir félögin.
  • Vera málsvari  kvenfélaganna útávið, s. s.  gagnvart stjórnvöldum og í erlendum samskiptum.
  • Vinna að fræðslustarfsemi með útgáfu, fundum, ráðstefnum og námskeiðum.
  • Hafa umsjón með framkvæmd ýmissa mála sem Alþingi og ríkisstjórn fela sambandinu, s.s. að veita umsagnir um lagasetningu.
  • Að vinna að stefnumálum Norrænu kvennasamtakanna (NKF) og Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW) svo sem kostur er hverju sinni.

Enn eru fjölmörg samfélagsverkefni sem þörf er á að koma á fót og er átak gegn matarsóun eitt þeirra og aðalverkefni KÍ sem stendur.

Þá hafa kvenfélögin löngum verið atkvæðamikil við að aðstoða þjóðfélagsþegna sem þurfa aðstoð við að ná endum saman við heimilisrekstur sinn. Það hafa þau gert í eigin nafni, undir merkjum mæðrastyrksnefndanna eða í gegnum aðrar hjálparstofnanir.

KÍ gefur út tímaritið Húsfreyjuna sem er félagsblað kvenfélaganna og heldur úti vefjunum www.kvenfelag.is og www.leidbeiningastod.is auk síðu á facebook. 
KÍ fer með stjórn Minningarsjóðs Helgu M Pálsdóttur og úthlutar úr honum til styrkjum til námskvenna.

Til að ná markmiðum sínum hefur KÍ samstarf með ýmsum öðrum félagasamtökum og er aðili að ýmsum nefndum, ráðum og stjórnum.

KÍ er aðili að Norrænu kvennasamtökunum (Nordens Kvinneforbund – NKF) og Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna (Associated Country Women of the World – ACWW).

Starf Kvenfélagasambandsins er að mestu fjármagnað með árgjaldi sem kvenfélagskonur greiða til KÍ sem og styrkjum frá íslenska ríkinu.
Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu og rennur ágóðinn til góðra málefna.

Stjórn KÍ skipa:

Una María Óskarsdóttir  forseti  s. 8964189
Guðrún Þórðardóttir  varaforseti s. 8685588
Margrét Baldursdóttir  gjaldkeri s. 8925312
Herborg Hjálmarsdóttir  ritari   s. 8641601
Bryndís Ásta Birgisdóttir  meðstjórnandi  s. 8644606
Katrín Haraldsdóttir  varstjórn  s. 6591942
Kristín Árnadóttir  varastjórn  s. 8445608

Framkvæmdastjóri er Hildur Helga Gísladóttir

2 myndir:

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.