Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kvenfélagskonurnar með þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem heimsóttu þær nýlega og voru með skemmtilega fræðslu. Með í för var Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem er faðir Bergþórs.
Kvenfélagskonurnar með þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem heimsóttu þær nýlega og voru með skemmtilega fræðslu. Með í för var Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem er faðir Bergþórs.
Mynd / MHH
Líf og starf 26. apríl 2019

Kvenfélag Grímsneshrepps 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kvenfélag Grímsneshrepps mun fagna 100 ára afmæli félagsins laugardaginn 24. apríl næstkomandi en þá er öld frá því að tuttugu konur komu saman og stofnuðu félagið.  
 
„Við erum að leggja lokahönd á að skrifa 100 ára sögu félagsins sem hefur verið heilmikið verk og lærdómur að fara í gegnum öll gögn sem finnast yfir starfið og sögurnar í kringum starfið. Við stefnum á að bókin komi út í kringum afmælisdaginn stóra, 24. apríl. Söguritari er Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Heiðabæ í Þingvallasveit,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður félags­ins.  
 
Kvenfélagið stóð fyrir málþingi á Borg laugardaginn 9. mars þar sem spurt var „Hver eru gildi frjálsra félagasamtaka fyrir samfélög?“ Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði þingið með nærveru sinni og stuttu ávarpi.  Hér er hann með Laufeyju, formanni félagsins.
 
100 ára afmælinu verður líka fagnað á afmælisdaginn sjálfan með mat, skemmtun og balli fyrir félagskonur, maka og sveitunga, allir  eru velkomnir á þá skemmtun.  
 
Dagana 26. apríl til 1. maí ætla kvenfélagskonurnar að skella sér til Póllands og heimsækja Varsjá.  
„Grímsævintýrin okkar á Borg verða að sjálfsögðu á sínum stað laugardaginn eftir verslunarmannahelgina og reiknum við með að gera flotta dagskrá í ár líkt og vanalega. Tombólan okkar fræga, sem félagið hefur haldið árlega frá árinu 1926, verður á sínum stað. Og markaður, kaffisala, hoppukastalar og skemmtun fyrir börn og fullorðna,“ bætir Laufey við. 
 
Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi er einn af hápunktum í starfi kvenfélagsins en dagurinn er alltaf laugardaginn eftir verslunarmannahelgi. Hér eru þær Þóranna Snorradóttir og Sigríður Björnsdóttir kvenfélagskonur, hressar og kátar á markaðnum á Grímsævintýrum.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...