Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Mynd / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Fréttir 26. maí 2015

Kuldatíð setur strik í reikninginn við sauðburð norðanlands

Höfundur: HKr./AJH
Sauðburður er að komast á skrið á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu þessa dagana. Þetta er að fara af stað hjá flestum þessa daga og verður líklega komið á fullt alls staðar um helgina. Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi og Auðnum í Laxárdal hófst burður þó fyrr en víðast hvar á þessum slóðum. 
 
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson á Húsavík heimsótti fyrrnefnda tvo bæi á dögunum og tók m.a. myndir af forystuánum báðum á bænum sem hann sendi Bændablaðinu.
„Það vildi svo ótrúlega til að þær voru báðar að ganga daginn sem bændur á Litlu-Reykjum voru að sæða. Þær skiluðu fimm lömbum úr sæðingunni,“ sagði Aðalsteinn. 
 
Hann sagði að ágætt hljóð hafi verið í bændum á Litlu-Reykjum. Sauðburður hafði farið ágætlega af stað og voru í kringum 70 ær bornar strax 5. maí. Bændur höfðu þó áhyggjur af tíðarfarinu en kalt er hér norðan heiða þessa daga og ekki útlit fyrir að draga fari úr kuldum fyrr en eftir miðja þessa viku. 
 
Á Auðnum var sauðburður að fara af stað fyrir alvöru og voru í kringum 30 ær bornar. Mikil litagleði er í ræktuninni þar á bæ. Var Benedikt Hrólfur Jónsson, bóndi á Auðnum, afar sáttur við litaúrvalið hingað til. Hann hafði þó þungar áhyggjur af veðrinu og sá fram á mikið plássleysi í fjárhúsunum ef ekki væri hægt að setja út kindur á næstu dögum. Þá var sauðburður rétt að hefjast á Syðri-Sandhólum og víðar í Suður- Þingeyjarsýslu.

4 myndir:

Skylt efni: kuldatíð | sauðburður

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...