Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. maí síðastliðinn.
Mynd / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Fréttir 26. maí 2015

Kuldatíð setur strik í reikninginn við sauðburð norðanlands

Höfundur: HKr./AJH
Sauðburður er að komast á skrið á flestum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu þessa dagana. Þetta er að fara af stað hjá flestum þessa daga og verður líklega komið á fullt alls staðar um helgina. Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi og Auðnum í Laxárdal hófst burður þó fyrr en víðast hvar á þessum slóðum. 
 
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson á Húsavík heimsótti fyrrnefnda tvo bæi á dögunum og tók m.a. myndir af forystuánum báðum á bænum sem hann sendi Bændablaðinu.
„Það vildi svo ótrúlega til að þær voru báðar að ganga daginn sem bændur á Litlu-Reykjum voru að sæða. Þær skiluðu fimm lömbum úr sæðingunni,“ sagði Aðalsteinn. 
 
Hann sagði að ágætt hljóð hafi verið í bændum á Litlu-Reykjum. Sauðburður hafði farið ágætlega af stað og voru í kringum 70 ær bornar strax 5. maí. Bændur höfðu þó áhyggjur af tíðarfarinu en kalt er hér norðan heiða þessa daga og ekki útlit fyrir að draga fari úr kuldum fyrr en eftir miðja þessa viku. 
 
Á Auðnum var sauðburður að fara af stað fyrir alvöru og voru í kringum 30 ær bornar. Mikil litagleði er í ræktuninni þar á bæ. Var Benedikt Hrólfur Jónsson, bóndi á Auðnum, afar sáttur við litaúrvalið hingað til. Hann hafði þó þungar áhyggjur af veðrinu og sá fram á mikið plássleysi í fjárhúsunum ef ekki væri hægt að setja út kindur á næstu dögum. Þá var sauðburður rétt að hefjast á Syðri-Sandhólum og víðar í Suður- Þingeyjarsýslu.

4 myndir:

Skylt efni: kuldatíð | sauðburður

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...