Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga
Mynd / TB
Fréttir 29. mars 2016

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Bændur samþykktu báða samningana. 

Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4% kjósenda samþykktu samninginn. 37,3% höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3% atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. 

Atkvæði féllu þannig um nautgripasamning að 74,7% kjósenda samþykktu samninginn. 23,7% höfnuðu samningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 1,6% atkvæða. Alls voru 1244 á kjörskrá og 881 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8%. 

Frestur til að greiða atkvæði rann út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars. 

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Um var að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. Stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti garðyrkjusamninginn og rammasamningurinn var samþykktur meðal búnaðarþingsfulltrúa á síðasta Búnaðarþingi. 

Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...