Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kryddað garðaprjónssjal
Hannyrðahornið 11. mars 2019

Kryddað garðaprjónssjal

Höfundur: Handverkskúnst
Einfalt og skemmtilegt sjal prjónað frá hlið með garðaprjóni og röndum. Garnið Delight er á 30% afslætti í mars. 
 
Stærð: Hæð fyrir miðju ca 52 cm. Lengd efst ca 172 cm.
Garn: Drops Delight (fæst í Handverkskúnst)  
- Litur 1: grænn/beige nr 08: 100 g
- Litur 2: ólífa/ryð/plómu nr 10: 100 g, 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 4 
Prjónfesta: 21 lykkja = 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Rendur:
Allt sjalið er prjónað í röndum. Prjónið *2 umferðir garðaprjón með lit 1 og 2 umferðir garðaprjón með lit 2*, endurtakið frá *-* allt stykkið. Klippið ekki frá þráðinn á milli randa. Látið þráðinn fylgja með meðfram hlið á stykki, passið uppá að þráðurinn verði ekki of strekktur.
 
SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Allt sjalið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. allar umferðir slétt).
 
Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 4 með lit 1 og prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað áfram með útaukningum, úrtökum og rendur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig:
 
UMFERÐ 1 (= rétta) litur 1: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur.
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 2.
 
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. 
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 1.
 
UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir af umferð, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 lykkja slétt.
 
Endurtakið síðan umferð 2-5 (alltaf skipt um lit í umferð frá réttu) þar til ca 221 lykkjur eru á prjóninum eða prjónið að óskaðri lengd (passið uppá að nægilegt magn af garni sé eftir fyrir affellingu).
 
Til að fá kant sem er teygjanlegur er fellt af þannig: *fellið af 2 lykkjur, sláið uppá prjóninn og fellið uppsláttinn af eins og venjuleg lykkja*, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og festið enda. Þvoið sjalið og leggið í mál.  
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...