Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kryddað garðaprjónssjal
Hannyrðahornið 11. mars 2019

Kryddað garðaprjónssjal

Höfundur: Handverkskúnst
Einfalt og skemmtilegt sjal prjónað frá hlið með garðaprjóni og röndum. Garnið Delight er á 30% afslætti í mars. 
 
Stærð: Hæð fyrir miðju ca 52 cm. Lengd efst ca 172 cm.
Garn: Drops Delight (fæst í Handverkskúnst)  
- Litur 1: grænn/beige nr 08: 100 g
- Litur 2: ólífa/ryð/plómu nr 10: 100 g, 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 4 
Prjónfesta: 21 lykkja = 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Rendur:
Allt sjalið er prjónað í röndum. Prjónið *2 umferðir garðaprjón með lit 1 og 2 umferðir garðaprjón með lit 2*, endurtakið frá *-* allt stykkið. Klippið ekki frá þráðinn á milli randa. Látið þráðinn fylgja með meðfram hlið á stykki, passið uppá að þráðurinn verði ekki of strekktur.
 
SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Allt sjalið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. allar umferðir slétt).
 
Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 4 með lit 1 og prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað áfram með útaukningum, úrtökum og rendur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig:
 
UMFERÐ 1 (= rétta) litur 1: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur.
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 2.
 
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. 
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 1.
 
UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir af umferð, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 lykkja slétt.
 
Endurtakið síðan umferð 2-5 (alltaf skipt um lit í umferð frá réttu) þar til ca 221 lykkjur eru á prjóninum eða prjónið að óskaðri lengd (passið uppá að nægilegt magn af garni sé eftir fyrir affellingu).
 
Til að fá kant sem er teygjanlegur er fellt af þannig: *fellið af 2 lykkjur, sláið uppá prjóninn og fellið uppsláttinn af eins og venjuleg lykkja*, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og festið enda. Þvoið sjalið og leggið í mál.  
 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...