Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krúttleg húfa
Hannyrðahornið 17. apríl 2018

Krúttleg húfa

Höfundur: Handverkskúnst
Ég féll alveg fyrir þessari húfu og prjónaði eina. Uppskriftin Drops Baby 29-9 samanstendur af buxum og peysu í stíl við húfuna. Húfan er prjónuð úr Baby Merino en einnig er hægt að nota Alpaca og BabyAlpaca Silk frá Drops. 
 
Stærðir:  
(fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
 
Höfuðmál:
ca (28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52) cm 
Garn: Drops Baby Merino - 50 g í allar stærðir
 
Prjónar:
Hringprjónn 40 cm, nr 3 og sokkaprjónar nr 3– eða þá stærð sem þarf til að 27 lykkjur verði 10 cm á breidd.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Munstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið rétt mynstur fyrir stærð. 
 
ÚRTAKA-1:
ATH: Öll úrtaka er gerð frá réttu.
 
Fækkið lykkjum þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
 
HÚFA:
Húfan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Fitjið upp (79) 89-99-103-107 (115-121) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 3 cm. Prjónið nú þannig: (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur og prjónið (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Prjónið svona þar til stykkið mælist (14) 14-15-16-16 (18-19) cm. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir eyrnaleppum þannig: Fellið af fyrstu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= fyrra eyrnaskjól) og setjið þessar á band, fellið af næstu (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= seinna eyrnaskjól) og setjið þessar á band, fellið af síðustu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar. Klippið frá.
 
EYRNASKJÓL:
= (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af öðru bandinu á prjóninn, prjónið garðaprjón og fellið af 1 lykkju innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚRTAKA-1, þannig: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin á stykki í 4. hverri umferð alls (6) 6-5-5-6 (6-7) sinnum og 1 lykkja hvoru megin á stykki í annarri hverri umferð alls (2) 2-4-5-5 (6-6) sinnum = 4 lykkjur. Eyrnaskjólið mælist ca (6) 6-6-6-7 (8-8) cm. Fellið af og festið enda. Endurtakið á hinu eyrnaskjólinu.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman hliðarna, saumið þær kant í kant í ystu lykkju. Brjótið síðan húfuna þannig að saumurinn liggi við miðju að aftan, saumið síðan uppfitjunarkantinn alveg eins. 
 
BAND:
Klippið 6 þræði ca 60 cm og þræðið þá hálfa leið í gegnum toppinn á eyrnaskjólinu, þ.e.a.s. að það verða alls 12 þræðir til að flétta með. Fléttið eina fléttu. Hnýtið hnút neðst niðri. Gerið alveg eins á hinum eyrnaskjólinu.
 
 
 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...