Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krukkukettir
Á faglegum nótum 29. janúar 2015

Krukkukettir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum árum var opnuð áhugaverð heimasíða með upplýsingar um það hvernig fólk getur stjórnað vaxtarlagi katta með því að rækta þá í krukku.

Hugmyndin byggist á svipuðum forsendum og ræktun dvergtrjáa og er ætluð fólki sem er orðið leitt á að eiga ketti með hefðbundið vaxtarlag. Og hvers vegna ætti fólk svo sem að láta sér nægja hefðbundnar kisur ef það getur fengið þær með þeirri lögun sem það vill?

Til að rækta krukkuketti er árangursríkast að taka kettlinginn eins ungan og mögulegt er, alls ekki eldri en vikugamlan, og koma honum fyrir í þröngri glerkrukku með þeirri lögun sem fullvaxin kisan á að vera. Bein nýfæddra kettlinga eru mjúk og sveigjanleg og því er auðvelt að koma kettlingnum í krukkuna áður en lokið er skrúfað á. Mýkt beinanna gerir það að verkum að kettlingarnir falla auðveldlega að lögun krukkunnar.

Að sjálfsögðu þarf að gera ráð fyrir að kettlingurinn þurfi að anda og nærast og að það þurfi að hreinsa undan honum. Auðvelt er að sjá kisu fyrir súrefni með því að hafa lítil göt á krukkunni en til að næra og hreinsa undan henni er best að stinga röri í báða enda krukkunnar. Annað er notað til að fæða kisu en með hinu losar hún sig við úrgang. Þegar kötturinn hefur náð fullum vexti er krukkan brotin utan af honum og viti menn, hann heldur lögun sinni hvort sem um er að ræða ferhyrning, kúlu eða spíral.

Varla þarf að taka það fram að á heimilum þar sem börn eru með kattaofnæmi er óþarfi að taka kisu úr krukkunni – hún getur verið þar alla ævi, börnum og fullorðnum til ánægju og augnayndis.

Eins og glöggir lesendur eru eflaust búnir að átta sig á eru leiðbeiningarnar um gerð krukkukatta uppspuni frá rótum. Engum heilvita manni dettur í hug að setja lítinn kettling í krukku og ætlast til að hann vaxi þar. Heimasíðan var stofnuð af háskólastúdentum við MIT í Bandríkjunum og þykir eitthvert best lukkaða netgabb síðari tíma. Fréttir af síðunni fóru sem eldur í sinu um netið og kattarvinir og dýraverndunarsinnar sem gleyptu við sögunni áttu ekki orð til að lýsa hneykslan sinni og reiði. Reiðin gekk svo langt að málið var kært til bandarísku alríkislögreglunnar og hún sá sér ekki annað fært en að rannsaka það.

Hugmyndin um að rækta spendýr í krukkum er ekki ný af nálinni því haft er fyrir satt að einn af keisurunum í Kína hafi látið steypa ráðgjafa sína inn í leirkrukkur þannig að höfuðið eitt stóð upp úr. Með þessu tryggði hann sér hollustu þeirra og kom í veg fyrir að þeir yfirgæfu hirðina án hans vitneskju. 

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...