Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson.
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson.
Fólk 14. september 2017

Krubbur sigraði en Askur með besta undirvöxtinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir hrútasýningu á Mærudögum sem er bæjarhátíð sem haldin er árlega á Húsavík í lok júlí.

Hrúturinn Krubbur frá Fjárræktarbúinu Grobbholti á Húsavík sigraði með miklum yfirburðum. Í máli dómaranna kom fram að Krubbur væri sérstaklega  holdmikill hrútur með einstaklega góð læri, malir, hrygg og frampart.

Krubbur frá Grobbholti.

Tveir áhorfendur voru valdir til að velja þann hrút sem skartaði fallegasta pungnum. Áslaug Guðmundsdóttir og Hróðný Lund voru kallaðar upp og eftir ítarlega skoðun völdu þær hrútinn Ask með besta undirvöxtinn.

Alls voru sýndir sjö fallegir hrútar og voru tveir þekktir sauðfjárbændur úr Suður-Þingeyjarsýslu fengnir til að dæma keppnina, þeir Sigurður Ágúst Þórarinsson úr Skarðaborg og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti. Sveitarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, sá svo um að lýsa því sem fram fór.

Í lok keppninnar fengu eigendur Krubbs bikar í verðlaun. Það var ungur, áhugasamur bóndi, Baldur Freyr Skarphéðinsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Grobbholts.

Karlakórinn Hreimur kom einnig fram á hrútasýningunni og sungu nokkur lög, auk þess sem konur úr handverkshópnum Kaðlín sýndu handverk, það er íslenskar lopapeysur. 

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...