Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson.
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson.
Líf&Starf 14. september 2017

Krubbur sigraði en Askur með besta undirvöxtinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir hrútasýningu á Mærudögum sem er bæjarhátíð sem haldin er árlega á Húsavík í lok júlí.

Hrúturinn Krubbur frá Fjárræktarbúinu Grobbholti á Húsavík sigraði með miklum yfirburðum. Í máli dómaranna kom fram að Krubbur væri sérstaklega  holdmikill hrútur með einstaklega góð læri, malir, hrygg og frampart.

Krubbur frá Grobbholti.

Tveir áhorfendur voru valdir til að velja þann hrút sem skartaði fallegasta pungnum. Áslaug Guðmundsdóttir og Hróðný Lund voru kallaðar upp og eftir ítarlega skoðun völdu þær hrútinn Ask með besta undirvöxtinn.

Alls voru sýndir sjö fallegir hrútar og voru tveir þekktir sauðfjárbændur úr Suður-Þingeyjarsýslu fengnir til að dæma keppnina, þeir Sigurður Ágúst Þórarinsson úr Skarðaborg og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti. Sveitarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, sá svo um að lýsa því sem fram fór.

Í lok keppninnar fengu eigendur Krubbs bikar í verðlaun. Það var ungur, áhugasamur bóndi, Baldur Freyr Skarphéðinsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Grobbholts.

Karlakórinn Hreimur kom einnig fram á hrútasýningunni og sungu nokkur lög, auk þess sem konur úr handverkshópnum Kaðlín sýndu handverk, það er íslenskar lopapeysur. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...