Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson.
Guðmundur Jónsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Trausti Aðalsteinsson og Aðalsteinn Á. Baldursson.
Líf&Starf 14. september 2017

Krubbur sigraði en Askur með besta undirvöxtinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir hrútasýningu á Mærudögum sem er bæjarhátíð sem haldin er árlega á Húsavík í lok júlí.

Hrúturinn Krubbur frá Fjárræktarbúinu Grobbholti á Húsavík sigraði með miklum yfirburðum. Í máli dómaranna kom fram að Krubbur væri sérstaklega  holdmikill hrútur með einstaklega góð læri, malir, hrygg og frampart.

Krubbur frá Grobbholti.

Tveir áhorfendur voru valdir til að velja þann hrút sem skartaði fallegasta pungnum. Áslaug Guðmundsdóttir og Hróðný Lund voru kallaðar upp og eftir ítarlega skoðun völdu þær hrútinn Ask með besta undirvöxtinn.

Alls voru sýndir sjö fallegir hrútar og voru tveir þekktir sauðfjárbændur úr Suður-Þingeyjarsýslu fengnir til að dæma keppnina, þeir Sigurður Ágúst Þórarinsson úr Skarðaborg og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti. Sveitarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, sá svo um að lýsa því sem fram fór.

Í lok keppninnar fengu eigendur Krubbs bikar í verðlaun. Það var ungur, áhugasamur bóndi, Baldur Freyr Skarphéðinsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Grobbholts.

Karlakórinn Hreimur kom einnig fram á hrútasýningunni og sungu nokkur lög, auk þess sem konur úr handverkshópnum Kaðlín sýndu handverk, það er íslenskar lopapeysur. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...