Krókus í fókus
Blómgast snemma á vorin en einnig er til tegundir sem blómgast að hausti. Lágvaxnir og til í mörgum litum.
Fallegt að planta krókusum í litlar þyrpingar, 10 til 20 saman, í grasflötina eða dreifa þeim handahófskennt og fylgjast með þegar þeir koma upp á vorin.
Garðakrókusar blómgast snemma, blómin stór og þétt, blá, gul eða hvít. Tryggðakrókus er harðger og fjölgar sér ört í görðum blómin eru ilmandi, yfirleitt gul en geta verið gul og blanda af öðrum lit. Hann blómgast snemma á vorin, blómin lítil en mikið opin.
Haustkrókusinn blómgast á haustin. Saffrankrókusinn er haustblómstrandi, fræflar hans eru hið eftirsótta saffrankrydd.