Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kröflulína 4, horft yfir Leirhnjúkshraun til austurs. Slóðir að möstrum teiknaðar frá núverandi slóð gegnum hraunið.
Kröflulína 4, horft yfir Leirhnjúkshraun til austurs. Slóðir að möstrum teiknaðar frá núverandi slóð gegnum hraunið.
Mynd / Landsnet
Fréttir 11. október 2016

Kröflulínu hafnað

Höfundur: smh

Með úrskurði sem birtur var í gær hefur úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti fyrir lagningu Kröflulínu 4.

Fyrirhuguð Kröflulína 4 átti, ásamt Þeystareykjalínu 1, að sjá fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík fyrir rafmagni frá Kröfluvirkjun.

Lagasetning, sem átti að heimila lagningu línanna þrátt fyrir stöðvun ÚUA í ágúst síðastliðnum, er nú í ákveðinni óvissu. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að hann teldi samt sem áður að menn myndu ná saman um frumvarpið í þinginu. „Þeir flokkar sem nú séu í minnihluta hafi haft frumkvæði að því að setja þetta mál í gang á sínum tíma. Frumvarpið nái til heildarmálsins en úrskurðurinn nái til ákvörðunar eins sveitarfélags og framkvæmd á skipulagslögum á þeim vettvangi,“ var haft eftir Jóni. 

Kröflulína 4 er 32,7 km löng og liggur frá Kröflu í Þeistareyki um Hólasand, þar sem framtíðaráform Landsnets gera ráð fyrir að reist verði tengivirki. Þeistareykjalína 1 er 28,2 km löng og liggur frá Þeistareykjum að Bakka við Húsavík.  Mynd / Landsnet

Taka átti tillit til nýrra náttúruverndarlaga

Í úrskurðinum kemur fram að sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafi við undirbúning og málsmeðferð framkvæmdaleyfisins ekki í öllu gætt ákvæða skipulags- og náttúruverndarlaga, auk þess sem farið var á svig við stjórnsýslulög. Þá hafi sveitarfélagið ekki birt auglýsingu um framkvæmdaleyfið og almenningur því ekki verið upplýstur um ákvörðunina, svo hann gæti kynnt sér forsendur hans og fengið upplýsingar um kæruheimild og kærufresti.

Sveitarstjórn hafi átt að taka tillit til nýrra náttúruverndarlaga, þrátt fyrir að framkvæmdin hafi farið í umhverfismat á þeim tíma þegar eldri náttúruverndarlög voru í gildi. Þá hafi sveitarstjórn ekki tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um framkvæmdina og það hafi verið næg ástæða, að mati nefndarinnar, til að fella framkvæmdaleyfið úr gildi.

Í Bændablaðinu þann 22. september síðastliðinn sagði Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, að ef Landneti yrði gert að leggja línurnar aðra leið en áætlanir gerðu ráð fyrir þyrfti að byrja ferlið að nýju. Gera yrði ráð fyrir að verkið myndi tefjast um allt að tvö ár og kostnaður við lagningu í jörð, miðað við hámarkslengd, gæti orðið rúmlega einn milljarður króna. Kostnaður við loftlínu á sama kafla væri hins vegar áætlaður á milli 400 og 500 milljónir króna.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...