Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Krásir úr berjum og sveppum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 1. september 2016

Krásir úr berjum og sveppum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Sumarið hefur verið einkar hagstætt fyrir berjauppskeruna núna í haust. Ber má nota á ýmsa vegu; ber ofan á  jógúrt er sælgæti, líka í ávaxtasalat eða jafnvel í gamaldags böku. 
 
Þótt bláber og súkkulaði sé kannski ekki algeng samsetning þá fer dökkt súkkulaði mjög vel með ljúffengum bláberjum. Það má líka nota sólber með dökku súkkulaði og þá er gott að steikja þau með smá smjöri, ásamt ögn af sykri og ögn af vínslettu – og þar er tequila í uppáhaldi hjá mér.
 
 
Bláberjabaka
– sem ekki þarf að baka
 
Fyrir botn:
  • 1 1/2 bolli súkkulaðikex eða 30 stykki Oreo-smákökur
  • 6 matskeiðar ósaltað smjör
  • 50 g dökkt eða hálfsætt súkkulaði, hakkað
  • Fyrir fyllingu:
  • 350 g dökkt eða hálfsætt súkkulaði, saxað
  • 250 ml rjómi eða blanda af rjóma og jógúrt
  • 1/2 teskeið vanilluþykkni eða dropar
  • 200 g fersk bláber sem búið er að skola og þurrka
Aðferð
Til að undirbúa botninn. Setjið smákökurnar í matvinnsluvél og myljið þær smátt. Magnið af mylsnu ætti að vera um einn og hálfur bolli.
 
Hitið smjör og súkkulaði saman í örbylgjuofni í um eina mínútu. Hrærið í 15 til 20 sekúndur eða þar til súkkulaðið hefur bráðnað og er slétt. Bætið kexmylsnunni við blönduna.
 
Pressið niður í tartalettur eða grunna eftirréttadiska. Gott er að nota glas og plastfilmu til að pressa mylsnuna niður. Setjið í  kælinn í að minnsta kosti 30 mínútur til að leyfa botninum að harðna.
 
Því næst er fyllingin undirbúin. Hrærið súkkulaðið og rjóma í litlum potti yfir lágum hita þar til súkkulaðið hefur bráðnað og er slétt. Gæta skal þess að hita blönduna varlega til að forðast að hún brenni ekki. Ef nota skal jógúrt er rjómi soðinn fyrst, síðan er bráðnuðu súkkulaðinu hellt yfir. Þetta er tekið af hitanum, svo er vanillu hrært saman við og jógúrtið einnig. 
 
Skiptið fyllingunni því næst jafnt í formin. Kælið í 10 til 15 mínútur til að leyfa fyllingunni að stífna örlítið upp. Þá eru bláber sett ofan á. Kælið þar til fyllingin er alveg stíf, í að minnsta kosti í eina klukkustund. Þetta má geyma í  kæli í allt að 5 daga.
 
 
 
Hvít súkkulaði-ostakaka með hindberjum
Hér er svo uppskrift að fallegri súkkulaði-ostaköku, sem fólk vill alltaf meira og meira af.
 
300 g rjómaostur
250 g mascarpone-ostur
300 ml rjómi
500 g hvítt súkkulaði (hægt er að 
nota  hvaða tegund af súkkulaði sem 
er og  jafnvel minna magn)
500 g kex (t.d. digestives eða Haustkex sem margir þekkja, eða 
bara það sem til er í skápnum)
50–100 g  af smjöri (fer eftir 
kextegund)
Hindber eða önnur ber
 
Aðferð
Myljið kexið þar til það er orðið að mylsnu. Bætið bræddu smjöri við (annaðhvort í matvinnsluvél eða hitið varlega á helluborði. Magn fer eftir kexinu en þetta á að vera með sandáferð).
 
Setjið kexblönduna í botn á kökuformi – eða stráið yfir ostakökuna eins og hér er gert.
 
Bræðið súkkulaðið í glerskál yfir skál af heitu vatni. Hrærið öðru hverju í til að koma í veg fyrir að kekkir myndist.
 
Blandið saman rjóma- og mascarpone-osti með þeytara. Gott er að nota rafmagnsþeytara eða hrærivel. Bætið rjóma við og þeytið. Bætið loks bræddu súkkulaði við blönduna og hrærið. Ef blandan virðist örlítið „hleypt“ þarf að halda áfram að hræra.
 
Setjið  blönduna í fallega skál og stingið berjunum í kökuna. Skreytið með kexmylsnunni eða setjið mylsnuna neðst í tertuform og rjómaostblönduna ofan á. Setjið í ísskáp og kælið eins lengi og svigrúm er til – helst yfir nótt.
 
Framreiðið með þeyttum rjóma.
 
Makkarónur og ostur með sveppum og beikoni
  • 1 pakki makkarónupasta (um það bil 4 bollar)
  • 4 msk. smjör
  • 200 g ferskir sveppir, saxaðir  (ekki 
  • verra að tína villisveppi)
  • 1 lítill laukur, fínt hakkaður
  • 1 msk. hveiti
  • 3/4 tsk. sinnepsduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/4 tsk. malaður svartur pipar
  • 1 1/2 bollar nýmjólk
  • 3 bollar rifinn ostur (gott að nota blandaðan ost, sem er búið að geyma 
  • í frysti)
  • 1 egg
  • 4 msk. ferskar kryddurtir að eigin vali
  • 8 sneiðar beikon, stökksteikt á pönnu
Aðferð
Bræðið tvær matskeiðar af smjöri í stórum potti yfir miðlungs háum hita. Setjið sveppi og lauk á sér pönnu. Gott er að steikja beikonið og nota svo fituna af beikoninu til að steikja sveppina og laukinn í. Það ætti að taka um 5 mínútur. 
 
Hrærið hveiti, sinnepi, salti og pipar saman við smjörið. Eldið í um eina mínútu. Hrærið mjólkina saman við blönduna og eldið þar til sósan er slétt og hefur þykknað. Hrærið stöðugt í blöndunni í um þrjár mínútur. Fjarlægja af hitanum. Bætið þá við rifnum osti og einu eggi og hrærið þar til osturinn hefur bráðnað. Blandið saman við soðið pastað.
 
Stráið stökku beikoni yfir hvern skammt og skreytið með sveppum og ferskum kryddjurtum. 
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Heilgrilluð nautalund
30. apríl 2021

Heilgrilluð nautalund

Slök frammistaða
16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Notalegt hálsskjól
18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund