Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kósísokkar á börn
Hannyrðahornið 18. september 2018

Kósísokkar á börn

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðar tátiljur með garða­prjóni og picot-kanti frá Drops Eskimo. 
 
Stærðir:  20/21 - 22/23 - 24/25 - 26/28 – 29/31 – 32/34
Lengd fótar: 12 - 13 - 15 - 17 - 18 - 20 cm 
Garn: Drops Eskimo
100-100-150-150-150-200 g nr 54, millifjólublár
 
Prjónar: hringprjónar (40, 60 eða 80 cm) nr 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 33 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
PICOT KANTUR (prjónaður fram og til baka):
 
Umferð 1 (= rétta): Prjónið sl.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið sl.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 4 lykkjur eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjum eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar lykkjur á prjóni.
Umferð 4 (= ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 1 lykkja sl og steypið öftustu lykkju á hægri prjón yfir fremstu, fækkað hefur verið um 2 lykkjur – prjónið nú sl út umf. Endurtakið umf 1 til 4. 
 
TÁTILJA:
Stykkið er prjónað fram og til baka.
 
UPPÁBROT:
Fitjið upp 14-14-16-16-18-18 lykkjur á hringprjóna nr 5 með Eskimo. Setjið 1 prjónamerki innan við 4 síðustu lykkju á prjóni á vinstri hlið á stykki (séð frá réttu). Prjónið garðaprjón– sjá skýringu að ofan, jafnframt er prjónaður picot kantur yfir síðustu 4 lykkjurnar – sjá skýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið alls 56-64-68-76-84-88 umf garðaprjón, stykkið mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm, fellið af.
 
FÓTUR:
Prjónið upp 1 lykkju í hvern garð meðfram langhlið án picot kantar = 28-32-34-38-42-44 lykkjur. Prjónið garðaprjón í 2 cm, síðasta umf = frá röngu. 
 
Prjónið fyrstu 8-10-11-12-14-15 lykkjur með garðaprjóni og setjið þessar lykkjur á band, aukið út um 1 lykkju, prjónið næstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur með garðaprjóni, aukið út um 1 lykkju, prjónið síðustu 8-10-11-12-14-15 lykkjurnar og setjið þær á band, klippið frá. Prjónið síðan garðaprjón yfir þær 14-14-14-16-16-16 lykkjur sem eftir eru. Þegar efri hlutinn mælist 4-4-5-6-6-7 cm fellið af 1 kantlykkju á hvorri hlið frá röngu = 12-12-12-14-14-14 lykkjur, setjið lykkjur á 1 band. Klippið frá. Prjónið næstu umf þannig (= rétta): Prjónið lykkjur af bandi jafnframt eru prjónaðar upp 7-7-9-10-10-12 lykkjur hvoru megin við efra stykki innan við 1 kantlykkju = 42-46-52-58-62-68 lykkjur. Héðan er nú mælt. Haldið áfram fram og til baka með garðaprjóni. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju framan á tá. Þegar stykkið mælist 2 cm eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið, endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (= alls 4 l færri í annarri hverri umf). Haldið áfram með úrtöku þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm – fellið af. 
 
Saumið saum undir il yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju alveg eins. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...