Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kórónar markaðsverð
Fréttir 27. apríl 2023

Kórónar markaðsverð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sauðfjárbændur óttast ekki samkeppni þótt innflutt lambakjöt fáist nú í verslunum. Mikilvægt sé þó að afurðastöðvar nýti sér kosti og gæði íslenska kjötsins í markaðs- og sölustarfi.

Nýlega bauð Nettó upp á frosnar spænskar lambakórónur í verslunum sínum á 8.999 krónur fyrir kílóið. Varan var auglýst á 38% afslætti á 5.579 kr/kg. Ókryddaðar íslenskar lambakórónur eru ekki sýnilegar í almennum matvöruverslunum, en samkvæmt upplýsingum frá kjötvinnslu eru þær seldar á um 6.000–7.000 kr/ kg til veitingamanna. Sérverslanir á borð við Kjötkompaníið og Kjötbúðina bjóða upp á kryddlegnar lambakórónur eða lambakonfekt á um 9.000–10.000 kr/kg.

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að sauðfjárbændur þurfi ekki að óttast samkeppni. „Svo framarlega sem afurðastöðvar og smásöluaðilar nýti sér kosti og gæði íslenska lambakjötsins í markaðs- og sölustarfi. Þar skiptir miklu máli að upplýsa neytendur um gæði vörunnar, sérstöðu og ekki síður að upprunaland vörunnar komi skýrt fram á neytendapakkningum.“

Í grein hans kemur fram að síðasta haust hafi reiknað meðalafurðaverð á Íslandi verið 755 kr/kg sem er með því allra lægsta í Evrópu. Á meðan hafi meðalafurðaverð á Spáni verið 1.086 kr/kg.

„Við sauðfjárbændur gerum bara þá einföldu kröfu að okkur séu gefin tækifæri til að lifa af okkar búskap. Markaðurinn sér svo um sína.“

Í því samhengi bendir hann á að samkvæmt greiningu á afkomu sauðfjárbænda árið 2023 er að óbreyttu gert ráð fyrir að um 400– 600 kr/kg dilkakjöts vanti í tekjur til að rekstur bænda skili ásættanlegri afkomu og standi undir eðlilegri launagreiðslugetu.

Frá árinu 2016 hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist saman um 20%, farið úr 9.283 tonnum niður í 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir að samdrátturinn muni aukast enn meira í ár.

Langmest kemur frá Spáni

Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023.

Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg.

Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni.

Sjá nánar á bls. 50 og 53. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: innflutt kjöt

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...