Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kornsá
Bærinn okkar 6. janúar 2015

Kornsá

Þórunn og Birgir hófu búskap á jörðinni í kringum 1980 í samstarfi við foreldra Birgis. Um 1990 tóku þau alveg við búrekstrinum.
 
Býli:  Kornsá.
 
Staðsett í sveit:  Fegurstu og veðursælustu sveit landsins, Vatnsdal, A-Hún.
 
Ábúendur: Birgir Gestsson og Þórunn Ragnarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum fjögur börn. Svanhildur, Ármann Óli og Kristín eru flutt að heiman en Harpa, sú yngsta, er við nám á Hvanneyri. Tengdabörnin eru þrjú og barnabörnin fjögur.
 
Stærð jarðar? Um 650 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 560 vetrarfóðrað fé, 27 hross og hundurinn Pera.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Þórunn vinnur á Leikskólanum Vallabóli á Húnavöllum. Birgir sinnir hefðbundnum bústörfum eftir árstímum auk þess að keyra sláturfé á haustin.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapurinn er alltaf skemmtilegur en viðhald á girðingum aldrei skemmtilegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Líklega verður hann með svipuðu sniði, fénu gæti fjölgað. Kannski verða fleiri aðilar komnir í búreksturinn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum að þeir sem sinna þeim málum vinni eftir sinni bestu sannfæringu. Við erum ekki endilega alltaf sammála forystunni.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en til þess þarf afurðaverð til bænda að hækka.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eins og er teljum við það vera í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör, ásamt ýmsu öðru.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambalæri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er okkur eftirminnilegt þegar við keyptum 380 lömb eftir riðuniðurskurð og settum í ný fjárhús haustið 1992.

5 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...