Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Köngulær sigla á vatni
Á faglegum nótum 12. ágúst 2015

Köngulær sigla á vatni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með því að teygja fæturna í sundur geta köngulær dreift þunga sínum og þannig flotið eða siglt yfir stóra vatnsfleti.

Eins og margir vita geta köngulær ferðast langar vegalengdir í lofti með því að spinna vef sem þær síðan svífa á með vindi. Á íslensku kallast fyrirbærið vetrarkvíði og var einu sinni talinn fyrirboði um harðan vetur gerðu köngulær mikið af þessu á haustin.

Charles Darvin segir frá því í ferðalýsingu sinni frá 1832 að hann hafi séð þúsundir af litlum köngulóm koma svífandi á móti sér ekki langt frá Galapagoseyjum.

Auk þess að svífa með vindi geta sumar tegundir köngulóa siglt langar vegalengdir á vatni. Aðferðirnar sem mismunandi tegundir köngulóa nota til siglinga eru ólíkar. Sumar lyfta framfótunum upp fyrir höfuðið á sér og nota þær sem eins konar segl en aðrar lyfta upp afturbúknum og beita honum eins og um segl væri að ræða. Köngulær ganga einnig á vatni og enn aðrar spinna vef á yfirborð vatnsins og berast þannig með straumnum.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...