Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kolefnispor landbúnaðar vegna áburðarnotkunar
Fræðsluhornið 29. desember 2016

Kolefnispor landbúnaðar vegna áburðarnotkunar

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækniráðgjafi
Parísaramningurinn sem var undirritaður í desember 2015 var sögulegur.  Í fyrsta sinn náðist samkomulag um að öll ríki heims taki þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Meginmarkmið samningsins er að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingarinnar. 
 
Samningurinn fjallar líka um hvernig takast eigi á við afleiðingar loftslagsbreytinga einkum varðandi stuðning þróaðra ríkja við þróunarríki og þau svæði sem viðkvæmust eru við þeim afleiðingum sem verða vegna hækkunar hitastigs jarðar.
 
 16% af heildarlosun vegna landbúnaðar
 
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi árið 2014 var áætluð 4.597 kílótonn af CO2 ígildum.  Þar af var losun íslensks landbúnaðar áætluð 747 kílótonn af CO2 ígildum. Það er 16% af heildarlosun á Íslandi.  Losun sem tilheyrir landnotkun er ekki innifalin í þessum tölum.
 
35% af losun landbúnaðar vegna tilbúins áburðar
 
Í nýlegri greiningu Landbúnaðar­háskóla Íslands var heildarlosun frá landbúnaði metin 734 kílótonn af CO2 ígildum. Þar af var losun vegna áburðarnotkunar 260 kílótonn af CO2 ígildum eða 35% allrar losunar frá landbúnaði. Ef losun sem verður úr túnum á framræstum jarðvegi væri tekin með þá myndi heildarlosun frá landbúnaði aukast um 1.800 kílótonn af CO2 ígildum. 
 
Landbúnaðurinn þarf að leggja sitt af mörkum 
 
Ríkisstjórn Íslands kynnti í nóvember 2015 sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. Skilgreind voru átta verkefni í upphafi. Sum stuðla að kolefnisbindingu og önnur stuðla að minni losun kolefnis. Eitt af þeim verkefnum sem unnið er að ber heitið Loftslagsvænni landbúnaður. Í því felst að unninn verður vegvísir um minnkun losunar í landbúnaði.
 
Mikill munur á kolefnisspori milli framleiðenda áburðar
 
Skipta má þeirri losun sem verður vegna notkunar á tilbúnum áburði upp í tvo megin þætti.  Annars vegar sú losun sem verður vegna framleiðslu og flutnings á áburði og hins vegar sú losun sem verður við og eftir að áburðinum hefur verið dreift.  
 
Framleiðendur á áburði gefa upp þá losun sem verður við framleiðsluna sem kg af CO2 ígildum fyrir hvert kg N sem er framleitt.  Meðaltal þess áburðar sem framleiddur er í Evrópu er 7,2 kg CO2 / kg N. Þeir framleiðendur sem eru að standa sig hvað best eru að losa 3,6 kg af CO2 ígildum fyrir hvert kg N sem er framleitt. Þá má finna framleiðendur þar sem losunin er allt að 12 kg CO2 / kg N.
 
Bændur geta dregið úr losun með markvissri notkun áburðar
 
Eftir að búið er að dreifa áburðinum getur hluti af honum tapast. Tapið ræðst af fjölmörgum þáttum eins og dreifingartíma, jarðvegsgerð, sýrustigi, úrkomu o.fl. Við ákveðnar aðstæður getur átt sér stað afnítrun.  Við það umbreytist köfnunarefnið af formi ammóníum (NH4) yfir í níturoxíð (N2O) sem er rokgjörn lofttegund og ein skaðvænasta gróðurhúslalofttegundin. Einnig getur köfnunarefni tapast með útskolun. Hér fara saman hagsmunir bænda og umhverfisins. Eftir því sem nýtingarhlutfall köfnunarefnis verður hærra þem mun minni verða umhverfisáhrifin.
 
Framleiðsla, flutningur og notkun tilbúins áburðar veldur bæði beinni og óbeinni losun á gróðurhúsalofttegundum, einkum kolefnis (CO2) og níturoxíðs (N2O).  Bændur geta haft veruleg áhrif á á þessa losun án þess að draga úr notkun áburðar. Annars vegar má velja áburð frá framleiðendum sem marka lítið kolefnisspor og hins vegar tryggja sem besta nýtingu á áburðinum þegar heim er komið. Með því að gera markvissa áburðaráætlun, velja réttan dreifingartíma og tryggja að allar aðstæður, svo sem sýrustig og framræsla, séu ákjósanlegar til að upptaka og nýting á næringarefnum sé eins og best verði á kosið. 
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, bútækniráðgjafi
 
Heimildir:
Jón Guðmundsson. (2016).  Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði.  Landbúnaðarháskóli Íslands.
Umhverfisráðuneytið. (2016). Sóknaráætlun í lofstlagsmálum.  Sótt 10. Desember 2016 af: https://www.umhverfisraduneyti.is/cop21/soknaraaetlun/
Umhverfisstofnun. (2016). Loftslagsbreytingar.  Sótt 10. Desember 2016 af: https://www.ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/losun-islands/
Fertilizer Europe. (2016). Nutrient Stewardship.  Sótt 10. Desember 2016 af: http://www.fertilizerseurope.com/index.php?id=114
Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...